Ég fór inn í meðferðina með það hugarfar að laga þráhyggjuna í höfðinu. Ég gerði mér grein fyrir að það var eitthvað að en ekki nákvæmlega hvað. Fagaðilarnir voru mjög fljót að spotta hvað það var. Prógrammið er sett mjög vel upp með fræðslu og farið mjög vel í hvernig maður vinnur sporaverkefnin. Flestir þekkja 12 spora vinnu fyrir alkólista en við gerum ekki grein fyrir því að þetta virkar fyrir alla bresti þar sem verkefnin snúast um þig sem persónu. Ég er vanmáttug gagnvart að nota mat í tilfinningalegum aðstæðum, meðvirkni og fjölskyldu svo hef verið kvíðin og stressuð. Það er lögð áhersla á mataræði en við erum ekki i megrun og ekki lögð áhersla á kg því þegar andlega hliðin verður betri þá smellur þetta allt saman og maður verður sáttur við sjálfan sig. Það er svo frelsandi að vinna þessi spor, þau hafa lyft þungu hlassi af bakinu á mér dag eftir dag. Ég sé fram á léttara líf í framtíðinni.