Er matafíkn vandamál?

Ef við skoðum matarfíkn sem alvarlegan heilsu- og félagslegan vanda, gefur augaleið að þörf er á  meðferðum og úrræðum sem stuðla að varanlegri lausn.

Einstaklingsmiðuð meðferðarúrræði eru forsenda í meðferð við matarfíkn. Að mæta einstaklingnum þar sem hann er og skoða hverjar þarfir hans/hennar eru.  Meðferðin er því aðlöguð hverjum einstaklingi, með tilliti til bakgrunns, reynslu og persónulegra markmiða.

Fíknir eru heilasjúkdómur: Rannsóknir hafa gefið okkur innsýn í þær heilabreytingar sem eiga sér stað hjá einstaklingum í hverskyns neyslu. Með þessum rannsóknum er hægt að sjá hvernig líffræðilegi vandinn hefur þróast.  Mörgum léttir þegar þeir skilja að vandinn er líffræðilegur en ekki að viðkomandi er ekki nógu “duglegur” að takast á við hann.

Samfélagsleg áhrif: Fíkn getur haft neikvæð áhrif á fjölskyldu, vini og samfélag. Partur af meðferðarúrræðum er að skoða þessa þætti og styrkja þá. Meðvirkni með öðrum er oft valdur að því að viðkomandi missir tökin og byrja að borða hömlulaust.

Lífsstíll til framtíðar: Meðferðarúrræðin takast á við breytt mataræði þar sem fíknivaldar eru teknir út.  Einnig skiptir máli gott stuðningskerfi og lífsstíll sem stuðlar að tilfinningalegri, andlegri og líkamlegri heilsu.

Undirliggjandi ástæður vandans.  Áföll, uppeldisáhrif og ofbeldi eru þættir sem geta verið undirliggjandi þættir í vandanum. Partur af meðferðarúrræðum geta verið að sinna þessum þáttum og huga að rótum vandans.

Matarfíknimiðstöðin byggir meðferðarúrræði sín á áratuga reynslu í meðferðum við matarfíkn og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi þeirra sem stunda slíkar meðferðir.  Meðferðarúrræðin eru í stöðugri endurskoðun og byggja á samstarfi hinna ýmsu rannsakenda og meðferðaraðila.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top