Matarfíkn lýsir sér í stjórnleysi þegar kemur að ákveðnum matartegundum og stundum magni af mat. Viðkomandi upplifir þá löngun í meira án tillits til svengdar, seddu eða næringarþarfar líkamans.
Afleiðingar geta verið þunglyndi, kvíði og sjálfsniðurrif á tilfinningalega sviðinu og líkamlegir sjúkdómar eins og offita, hjartasjúkdómar og sykursýki.
Algengi matarfíknar: Rannsóknir með Yale skala skimunartækinu eru að sýna að af þeim sem fá skimun glími 15-20% við matarfíkn. Þegar gerðar eru sambærilegar rannsóknir hjá þeim glíma við afleiðingar eins og offitu hækkar hlutfallið uppí allt að 50%. Algengi matarfíknar hefur víða aukist mjög hratt og gjarnan í sömu hlutföllum og neysla eykst á fjölframleiddri matvöru.
Til að nálgast nánari upplýsingar um vandann mælum við með síðum eins og www.infactschool.com, www.foodaddictioninstitute.org og www.addictionsunplugged.com