Næsta námskeið hefst 10. október með tveggja daga helgarnámskeiði og 4 vikna eftirfylgni.
Þetta námskeið er fyrir þá sem fá skimun og greiningu á sykur/matarfíkn.
Við byrjum á að skilgreina og skilja vandann og síðan skoðum við lausnamiðað prógram sem ræðst að rótum vandans sem fíknivanda.
Skimunar og greiningarviðtal tekur um klst. og kostar kr. 12.000 (10.000 fyrir öryrkja og skólafólk).
Námskeiðið hefst með tveggja daga helgarnámskeiði og síðan tekur við daglegur stuðningur við prógrammið í gegnum net og síma og vikulegir fræðslu- og stuðningsfundir.
Innifalið í helgarnámskeiði; 3 máltíðir, matreiðslunámskeið, verslunarferð, fræðsla og verkefnavinna.
Hóptímar og námskeið eru haldin í Síðumúla 33 og með Zoom fjarfundabúnaði.
Fyrsti dagur námskeiðsins, verður haldinn í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.
Námskeiðin byggja á þremur megin þemum:
1. Hver er vandinn? Fyrsta og önnur vika námskeiðsins
2. Hver er lausnin? Þriðja og fjórða vika námskeiðsins
3. Hver er framkvæmdin til lausnar? Framhaldshópar þar sem unnið er með eftirmeðferð og undirbúning að framkvæmdum sem virka til lengri tíma.
Verð fyrir námskeiðið: Kr. 74.000.- Boðið er uppá ýmsa greiðslumöguleika og veittur er 10% afsláttur fyrir þá sem staðgreiða og einnig fyrir skólafólk, öryrkja og heldri borgara. (kr. 66.600)