Fræðsluefni

Sykurfíkn: Er vilji nægur?

Eftir Esther Helgu Guðmundsdóttur

Það var frábær þáttur á RÚV 14. október sl. um sykur sem nautnafíkn.

Í þættinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif sykur hefur á líkama okkar og heilastarfsemi og hvernig hann getur orðið ávanabindandi fyrir okkur. Því er einnig haldið fram að við getum breytt um lífsstíl og hætt neyslu sykurs – bara ef við ákveðum það og höfum nógu mikinn viljastyrk.

Grein sem birtist á Pressunni, í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu

Í tilefni þess að MFM miðstöðin stendur fyrir málþingi um matar- og sykurfíkn  þann 7. apríl næstkomandi, langar mig að vekja athygli landsmanna á þessu málefni. MFM miðstöðin er meðferðar og fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að vinna með einstaklingum sem eru að berjast við matar- og sykurfíkn og átraskanir.  Miðstöðin vinnur bæði með líkamlegar og andlegar hliðar sjúkdómsins, sem og tilfinningalega þætti.

Matar- og/eða sykurfíkn er fíknisjúkdómur.  Sjúkdómurinn hefur bæði líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar hliðar. Sá sem á við matarfíkn að stríða ánetjast

Greins sem birtist í Heilsa í janúar 2011

Esther Helga Guðmundsdóttir stofnaði MFM miðstöðina fyrir 5 árum og hefur starfað þar síðan sem ráðgjafi, meðferðastjóri, fyrirlesari og framkvæmdastýra. Við höfum vel flest heyrt um matarfíkn og átraskanir án þess endilega að átta okkur um hvað málið snýst. Heilsan fékk að spyrja Esther aðeins út í MFM miðstöðina, matarfíkn og átröskun.

Grein Sem Birtist Í Morgunblaðinu

Matarfíkn:

Missti nærri helminginn af sjálfri sér á tveimur árum
Lífið snérist bara um matartengdar hugsanir
Matarfíkillinn Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgerir að hjálpa öðrum matarfíklum til sjálfshjálpar eftir að hafa sjálf náð undra-verðum árangri í baráttu sinni við fíknina.
Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur frá átökum við matarfíkn.

Esther Helga Guðmundsdóttir var orðin 48 ára gömul og ríflega 123 kíló þegar hún loksins fann lausnina á matarfíkninni, sem hún hafði verið að burðast með allt frá unglings aldri. Nú er Esther Helga orðin þremur árum eldri og 58 kílóum léttari.
Hún hefur verið í rúm 3 ár í bata.

Fann Fljótt Mynstrið Sitt

Esther segist ekki hafa verið feit sem barn. Hún hafi þvert á móti verið kraftmikill krakki, sem borðað hafi mikið og hlaupið mikið. En á kynþroskaskeiðinu hafi hún heyrt fólk hvískra um að hún væri nú farin að bæta svolítið á sig.

„Offita og aðrar átraskanir hafa stungið sér víða niður í báðum mín um fjölskyldum og fyrirmyndirnar voru ljóslifandi í eldhúsinu þar sem afi og amma sátu og bara borðuðu, en gátu sig ekki hreyft fyrir offitu.
Það var því mikið rætt um megrun á mínu heimili enda stefndu menn allt af á að gera eitthvað róttækt í málunum því það að vera grannur þótti flottast.

Það má því segja að bæði erfðir og útlits þráhyggja í umhverfinu hafi haft áhrif á mig á frá unga aldri.

Translate »
Scroll to Top