Starfsemi MFM miðstöðvarinnar vegna offitu, matarfíknar og átraskana.

Hjá MFM er boðið uppá einstaklingsmiðað meðferðargrógram sem stuðlar að líkamlegum, tilfinningalegum/huglægum og andlegum bata fyrir þá sem fá skimun og greiningu um sykur/matarfíkn og/eða átraskanir.

 

Fyrsta skref

Fyrsta skrefið er skimunar og greiningarviðtal: þar er farið yfir sögu viðkomandi hvað varðar matar- og þyngdarmál og skimunarferli sett af stað til að kanna hvort um matarfikn og/eða átraskanir geti verið að ræða.
Fyrir þá sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á viðtöl með fjarfundabúnaði.

Annað skref

NÝTT LÍF 30 daga meðferðaprógram
Hefst með helgarnámskeiði, þar sem skjólstæðingar hefja meðferð.  Í meðferðinni er unnið að breytingum á matarræði og fráhald hafið, lært að elda fyrir nýjan lífstíl, og lagður grunnur að einstaklingsmiðaðri meðferð.

Meðferðin felur í sér daglegan stuðning við matardagskrá, stuðningshóp sem hittist einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn, vikulega fyrirlestra og kynningar, m.a. á 12 spora bataleiðinni, ásamt einstaklingsviðtölum eftir þörfum.  Einnig mælum við með 12 spora batahópum eins og OA og GSA ásamt öðrum meðferðahópum sem vinna m.a. með meðvirkni, tilfinningar og aðrar fíknir.

Í meðferðinni er leitast við að styðja skjólstæðinga í breyttum lífstíl og bataferli sem felur í sér stuðning við þær mataræðisbreytingar sem viðkomandi er að takast á við, ásamt því að skoða hver er undirliggjandi orsök vandans og aðstoða viðkomandi við að ná tökum á honum.

 

Þriðja skref

Fráhald í forgang framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið  byrjendameðferðinni.  Einnig fyrir þá sem eru ítrekað að missa fráhaldið sitt.

 

Fjórða skref

Að viðhalda batanum. Þetta skref getur falið í sér regluleg viðtöl með ráðgjöfum MFM miðstöðvarinnar, stuðningshóp sem hittist mánaðarlega og endurkomur í skemmri og lengri tíma eftir þörfum.

Við mælum með byrjendameðferð og bjóðum upp á framhald sem getur tekið allt að ári eða lengur.

Samtals og dáleiðslumeðferðir Estherar Helgu hafa einnig verið að skila góðum árangri.