Starfsfólk

Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. sérfræðingur í matar- og fíkniráðgjöf, dáleiðslumeðferðarfræðingur

Esther Helga hefur lokið meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu, hún er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf og eftirsótt bæði hér heima og erlendis sem fyrirlesari og kennari fyrir bæði fagfólk og almenning.  Esther Helga stofnaði MFM miðstöðina vorið 2006 og hefur unnið jöfnum höndum að fræðslu um málefnið ásamt því að bjóða uppá einstaklingsmiðaða meðferð við matarfíkn og átröskunum.
Esther Helga er einn af stofnendum og formaður Matarheilla, réttindafélags fyrir þá sem eiga við matarfíkn og átraskanir að stríða.  Hún situr í stjórn og fagráði Food Addiction Institute, USA.
Nám:
2013  Dáleiðsluskóli Íslands,  dáleiðslunám hjá John Sellar, Dr. Roy Hunter og Dr. Edwin Yager
2010   Meistaranám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst.
2010  ACORN:  Alþjóðlegt nám fyrir fagaðila sem starfa við matarfíkn og átraskanir.
2009  Ráðgjafaskólinn, klíniskur handleiðari, diplóma.
2006  Ráðgjafaskólinn, fíkniráðgjöf, diplóma.
1988  B.A.  Háskólinn í Indiana, USA.  Tónlistarfræði og einsöngur.
Útgefið:
2010  Leiðarljós, meistararitgerð frá Háskólanum á Bifröst.
2009  Rannsóknarsetur Háskólans á Bifröst:  Þjóðhagslegur kostnaður vegna offitu.
2008  Heilsuhringurinn:  Vísindalegar skýringar um orsakir matarfíknar.


Unknown-1Lilja Guðrún Guðmundsdóttir MLM.
Lilja Guðrún er uppeldis- og menntunarfræðingur, matarfíkniráðgjafi , hefur lokið námi í fjölskyldumeðferðarfræðum og meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Lilja Guðrún hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur mannlegum samskiptum, sjálfseflingu og vellíðan einstaklingsins.  Hún hefur áralanga reynslu í meðferðum við matarfíkn og átröskun.

Agnes Þóra Guðmundsdóttir BSc.,  matarfíknarráðgjafi.
Hefur starfað hjá MFM miðstöðinni frá 2006 en í föstu hlutastarfi sem matarfíknarráðgjafi frá  janúar  2011.
Menntun:
2011                MFM/ACORN/FAI:  Nemi í Alþjóðlegu námi fyrir matarfíknarráðgjafa.
2008                Námskeið um matarfíkn og átraskanir hjá Phil Werdell M.A. og Mary Fushi.
2003                Geislafræðingur B.Sc frá Tækniháskóla Íslands
1981                Stúdent frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði

Elísabet S. Magnúsdóttir, M.Sc, næringarfræðingur,

Elísabet S. Magnúsdóttir er næringarfræðingur með MSc próf frá Lundunarháskóla.
Hún starfaði sem næringarráðgjafi og stundaði kennslu í næringarfræðum á háskóla- og framhaldsskólastigi í yfir 30 ár.
Elísabet hefur skrifað handbækur, kennsluhefti um næringarfræði á ýmsum námstigum
ásamt kennslubók í næringarfræði fyrir framhaldsskóla:
Næring og hollusta, útgefandi Bókaútgáfan Iðunn, 1. útg. 1992, Mál og menning, 2. útg. 2005 og 3. útg. 2007.