Fann Fljótt Mynstrið Sitt

Esther segist ekki hafa verið feit sem barn. Hún hafi þvert á móti verið kraftmikill krakki, sem borðað hafi mikið og hlaupið mikið. En á kynþroskaskeiðinu hafi hún heyrt fólk hvískra um að hún væri nú farin að bæta svolítið á sig.

„Offita og aðrar átraskanir hafa stungið sér víða niður í báðum mín um fjölskyldum og fyrirmyndirnar voru ljóslifandi í eldhúsinu þar sem afi og amma sátu og bara borðuðu, en gátu sig ekki hreyft fyrir offitu.
Það var því mikið rætt um megrun á mínu heimili enda stefndu menn allt af á að gera eitthvað róttækt í málunum því það að vera grannur þótti flottast.

Það má því segja að bæði erfðir og útlits þráhyggja í umhverfinu hafi haft áhrif á mig á frá unga aldri.

Ég fastaði í fyrsta sinn 16 ára gömul.

Ég hafði unnið í sveit um sumarið og bætt á mig nokkrum kílóum, en ákvað að svona feita gæti ég ekki látið sjá mig í bænum.

Ég svelti mig í viku og var orðin svaka skvísa þegar kom að brottför. Þarna var mitt mynstur komið sem í reynd var grunnurinn að ákveðinni átröskun, sem fór í gang hjá mér.

Til að gera langa sögu stutta borðaði ég alltaf meira á mig en ég missti á föstu- tímabilunum. Ég var komin í vítahring og fékk enga hjálp. Þar af leiðandi gat ástandið bara versnað sem það og gerði,” segir Esther og bætir við að andlega hliðin býði ekki síður hnekki en sú líkamlega þegar svona er komið. „Þunglyndi er alltaf alvarlegur fylgikvilli offitu og annarra átraskana. Ég var farin að velta fyrir mér tilgangi lífsins og vona hálfvegis eftir því að eitthvað kæmi fyrir mig. Ég gerði mér þó ekki grein fyrir þessu mikla þunglyndi fyrr en ég var komin áleiðis í bata enda er maður engan veginn dómbær á eigin líðan. Maður hættir smám saman að taka þátt í lífinu þegar hugurinn er lokaður inni í þessu mynstri. Maður missir tengingu við sjálfan sig, fólkið sitt og í reynd er sá, sem á við þennan sjúkleika að stríða, ekki gott foreldri. Maður þarf bara „stöffið” sitt. Allt annað verður aukaatriði.”