Edda Rós á Visi.is

Til hamingju Edda Rós!
Það er dásamlegt þegar vel gengur og skjólstæðingar finna sína leið til bata við matarfíkn og átröskunum! Edda Rós er ein margra sem hefur öðlast N’YTT LÍF með hjálp MFM og 12 sporasamtaka.

Sigraðist á matarfíkn og léttist um fimmtíu kíló

Lífið 11:23 04. JÚNÍ 2015
Edda Rós lítur ótrúlega vel út í dag.
Edda Rós lítur ótrúlega vel út í dag. VÍSIR
Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég á frænda sem var yfir tvö hundruð kíló og hann ákvað einn daginn að fara inn í MFM-miðstöðina og náði þar alveg frábærum árangri. Hann er matarfíkill en ég hélt aldrei að ég væri það,“ segir Edda Rós Ronaldsdóttir, 24 ára heimavinnandi tveggja barna móðir, sem hefur lést um 50 kíló á einu ári. Hún var mikill kvíðasjúklingur og þunglyndi hafði plagað hana í mörg ár. Hún hefur nú náð tökum á matarfíkn sinni og segir sögu sína á Vísi.
MFM Miðstöðin er meðferða og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana. Þar vinnur fólk með tólf spora kerfið, líkt og í AA-samtökunum og fleiri samtökum.
„Ég ákvað að fylgja frænda mínum í MFM og ætlaði fyrst bara að laga matarræðið. Ætlaði mér bara að grennast og hætta svo í MFM. Ég byrja síðan að stunda vinnuna þarna af einlægni. Þá sé ég strax að ég er algjör matarfíkill og haga mér eins og alkahólisti á versta fylleríi, en bara með sykur. Ég var í tíu mánuði í mikilli sjálfskoðun og að vinna í tólf sporunum.“
Fyrir og eftir mynd.
Fyrir og eftir mynd. MYND/AÐSEND
Edda segir að líkaminn hafi einfaldlega fylgt hausnum.
„Hausinn á mér var svo gegnsýrður en með tímanum fóru kílóin bara að hrynja af mér. Ég fæ að lifa í kjörþyngt ef ég er andlega heilbrigð. Þessi fíkn lýsir sér þannig að maður fær algjöra þráhyggju fyrir mat. Á meðan ég var að borða einhverja máltíð, þá var ég á sama tíma að pæla í því hvað ég myndi fá mér næst. Ef ég komst í mat, þá var ekkert sem hét pínulítið eða meðal. Ég var ekkert að fá mér nokkra bita, ég fékk mér allan kassann. Ef kassinn var ekki nægilega stór, þá tók ég bara reiðikast af því að þetta var ekki nóg.“
Í dag borðar Edda Rós engan sykur.
„Ef ég fór í eitthvað átak og var að reyna grennast þá fór ég bara í full fráhvörf og varð bara veik. Þetta var rosaleg fíkn og ég gerði allt til þess að komast í sykur og sterkju,“ segir Edda.
Til að byrja með breytti hún bara matarræðinu og fór ekki á fullt í ræktina.
„Svo þegar ég var búin að missa 45 kíló varð ég að fara í ræktina. Ég hef verið feit síðan ég var lítil og aldrei hreyft mig neitt. Ég þurfti bara að styrkja mig.“
Edda Rós er tveggja barna móðir.
Edda Rós er tveggja barna móðir. MYND/AÐSEND
Edda er með húðsjúkdóm sem hefur þær afleiðingar að hún verður stundum flekkótt í framan
„Þessi sjúkdómur veldur oft miklum kvíða. Ég verð rauð og flekkótt í framan og ég þorði aldrei að stíga inn í líkamsræktarstöð því ég þurfti alltaf að fara ómáluð. Síðan þegar ég var allt einu farin að fara í ræktina, ekki á þeim forsendum til að grennast, þá var þetta allt annað líf.“
Hún segist vita það vel að vinnan við matarfíknina er ævistarf.
„Ég er ekki alveg búin að klára tólf sporin, en ég sæki í dag fundi hjá samtökunum. Það er bara ekki í boði fyrir mig að hætta í þessari vinnu. Lífsgæði mín verða enginn ef ég hætti,“ segir hún og bætir við að munurinn á henni fyrir ári síðan og í dag sé ótrúlegur.
„Þótt maður sjái sömu manneskjuna á myndum, þá er þetta ekki sama Eddan. Ég lifi allt öðruvísi, ég er ekki þunglynd, ég kemst út úr húsi, ég er ekki haldni kvíða og er bara mikið glaðari alla daga. Í dag get ég gert allt, áður gat ég ekki gert neitt.“
http://www.visir.is/sigradist-a-matarfikn-og-lettist-um-fimmtiu-kilo/article/2015150609494