Tvö námskeið eru framundan hjá MFM annarsvegar Nýtt líf 4 vikna námskeið fyrir byrjendur í fráhaldi og síðan 5 daga innlagnarnámskeið sérsniðið fyrir ENDURKOMUFÓLK, með Phil Werdell og Esther Helgu 22-27. október á Hlíðardalsskóla, Ölfusi.

Næsta 4 vikna NÝTT LÍF námskeið hefst 6.10.- 6.11. n.k. og verður haldið í Síðumúla 33 og Hússtjórnarskólanum.
Þetta námskeið er sniðið að þeim sem vilja komast í fráhald frá stjórnleysi í áti- og þyngd.

4 vikna daglegur stuðningur við prógrammið í gegnum net og síma:
Námskeiðs hóptímar 30 klst.:
Föstudagur 06.10. kl. 16-20
Laugardagur 07.19. kl. 09-16
Sunnudagur 08.10. kl. 09-16
Mánudagur 09.10. kl. 16.30-18.30
Miðvikudagur 11.10. kl. 19.00-20.30
Mánudagur 16.10. kl. 16.30-18.30
Mánudagur 23.10. kl. 16.30-18.30
Mánudagur 30.10. kl. 16.30-18.30
Mánudagur 06.11. kl. 16.30-18.30

Gögn:
Mappa með matarprógrammi, leiðbeiningum og uppskriftum.
Mappa með meðferðarverkefnum. Stilabók.

Verð:
Kr. 74.000(5% staðgreiðsluafsláttur, 10% afsl. fyrir öryrkja, allt að 3 mánaða léttgreiðsludreifing, stéttafélög taka þátt í kostnaði).

Skimunar- og greiningarviðtal:
Viðtalstími er 60 min. Verð 12.000 kr. (10.000 kr fyrir öryrkja og skólafólk)

Áhugasamir hafi samband við: matarfikn@matarfikn.is eða
í síma: 568-3868/6992676