Jólin, aðventan, fráhaldslíf og framhaldslíf!

Þessi tími sem er framundan er mörgum erfiður.
Ýmsir helgisiðir eru viðhafðir og ekki síst varðandi neyslu á mat og drykk.

Á þessum tíma getur verið gott að byggja upp andlega styrkinn sinn til að takast á við þetta áreiti og sækja sér stuðning með öðrum sem þekkja stjórnleysið sem kemur þegar viðkomandi nær ekki að sleppa fyrsta bitanum.
En það er einmitt málið, að borða og drekka ekki fyrsta bitann eða sopann.

Hvað er það sem gefur mér styrk til að segja „nei takk“ ?
Hvað er það sem veldur líðaninni sem segir „skítt með það“  ég fæ mér bara?

Hvaða tilfinningar og líðan eru undirliggjandi og valda þessum „vanmætti“ til að gera það sem við einlæglega viljum geta gert, sem er að borða það sem er rétt fyrir okkur, að sinna okkur tilfinningalega og andlega.
Þessa hluti erum við að skoða og sinna í MFM meðferðarvinnunni.

Vikulegar stuðningsgrúppur eru í gangi og næsta 5 vikna byrjendanámskeið hefst 12 janúar n.k.

Bestu kveðjur um andlegan styrk til að segja „nei takk“  við  fíkniefninu okkar!