Kæri móttakandi það eru næstum 13 ár síðan ég stofnaði MFM miðstöðina og hóf meðferðir við sykur og matarfíkn.
Ég hafði sjálf eignast nýtt líf og nýjan styrk með fráhaldi og prógrammi sem gaf mér frelsi frá löngun í át og mat sem ég hafði alls ekki getað neitað mér um áður.
8. febrúar 2003 hóf ég þessa vegferð með fráhaldi frá viðbættum sykri og sterkju og leiðbeinandi reglum um hvernig ég haga máltíðum mínum og mataræði.  Síðan þá hef ég eignast andlega og líkamlega heilsu og lífsgæði sem hafa farið fram úr mínum glæstustu vonum.

  • ÉG hef tekið eftir að margir telja að það sé hamlandi og tákn um veikleika að sinna fráhaldi og prógrammi sem styrkir slíkan lífstíl.
  • Að það sé nú ekki hægt að neita sér um allt nammið og góða matinn sem er allsstaðar í boði og á öllum tímum sólarhrings.
  • Að við eigum bágt að ÞURFA að neita okkur um þessa bita.
  • Raunveruleikinn er hinsvegar sá að við sem stígum inn í slíkan lífstíl eignumst styrk og stjórn á lífi okkar og heilsu, andlegri og líkamlegri, sem aldrei fyrr.
  • Við fáum loks að borða fylli okkar og njóta matar sem er heilnæmur og bragðgóður og stuðlar að jöfnum blóðsykri.
  • Heilsuvandi sem þáttakendur hafa vitnað um að breytist við fráhald:  Bólgur og bjúgur hjaðna, sykursýkiseinkenni hverfa, frjósemi eykst, þunglyndiseinkenni minnka og jafnvel hverfa, verkir minnka og jafnvel hverfa, melting lagast og andleg líðan styrkist og tilfinning um vellíðan og gleði vex.
  • Við eignumst frelsi frá ánauð og vanmætti og eignumst bókstaflega nýtt líf.
Jólakveðjur frá fráhalds-jólasveininum Esther Helgu