SÉRHÆFÐ MEÐFERÐARNÁMSKEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA NÁ BETRI TÖKUM Á BATAFERLI SÍNU, EÐA ERU AÐ GLÍMA VIÐ ENDURTEKIN FÖLL! 

FRÁHALD Í FORGANG:  5 VIKNA NÁMSKEIÐ MEÐ ÞRIGGJA MÁNAÐA EFTIRFYLGNI.

Næsta framhaldsnámskeið hefst:  13.10.14-16.02.15. kl. 16.00-21.00 (léttur kvöldverður innifalinn)

 • Daglegur stuðningur við prógrammið í gegnum net og síma. (5 vikur)
 • Einn hóptími í viku í 5 vikur;  Mánudögum kl. 16-18.30
 • Eftirfylgni:  3 hóptímar einu sinni í mánuði.  (Eftir að fimm vikunum lýkur)
 • Lokaður facebookhópur
 • Gögn:
  • Mappa með meðferðaverkefnum.
  • Litla AA bókin.
  • Stílabók.

Verð kr. 59.000 (Kr. 53.100 með 10% staðgreiðsluafsl. 10% afsl. fyrir öryrkja, hjón og skólafólk.  Einnig er boðið uppá allt að 4 mánaða léttgreiðsludreifingu og stéttarfélög taka þátt í kostnaði).

Grunnurinn í framhaldsnámskeiðunum er ávallt fyrst og fremst sá að styðja við fráhald og setja það í forgang.
Ráðgjafi er Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.
Þessi námskeið eru beint framhald fyrir þá sem hafa áður verið á byrjenda- eða framhaldsnámskeiðum hjá MFM miðstöðinni.  Þau eru einnig fyrir þá sem eru ítrekað að hrasa í fráhaldi.
Áherslan á námskeiðunum er að læra hver eru falleinkenni, við könnum aðrar fíknir, hvernig við höndlum tilfinningar og skoðum hvað þarf til að viðhalda “fráhaldi”.
Meðal þess sem við skoðum eru 12 sporin og 12 sporasamtök og hvernig þau virka, afneitunina á sjúkdómnum  og ekki síst vinnum við að þeirri hugarfarsbreytingu sem þarf að eiga sér stað svo við getum eignast “frelsi”  frá matarþráhyggjunni.

VIÐTÖL:
SKIMUNARVIÐTÖL. Ein klst. kr. 8.000.
LEIÐBEININGAR VEGNA MATARÆÐIS Í FRÁHALDI. Ein klst.  kr.  8.000 //  Hálf klst.  kr. 4.000.  

SAMTALS OG DÁLEIÐSLUMEÐFERÐIR: Í þessari vinnu opnum við aðgang að undirmeðvitundinni og getum því unnið úr ýmsu því sem fyrir viðkomandi hefur komið og getur stuðlað að átvanda hans/hennar. Viðtalið er ein og hálf klst.  kr.  12.000. 3 viðtöl (kr. 19.000) kr. 30.000. 5 eða fleiri viðtöl (kr. 9.000)  kr. 45.000. 

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hringið í síma 568 3868 eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is   Kær kveðja Esther Helga       
Hlíðasmára 10, 201, Kópavogur S. 568-3868/699-2676 www.matarfikn.is matarfikn@matarfikn.is