Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur:

* Fræðslu um offitu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar.
* Ráðgjöf og kynningu á  leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni.
* Meðferð og stuðning í  meðferðahópum og einstaklingsviðtölum.
* Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald.
* Matreiðslunámskeið;  lært að elda fyrir nýjan lífstíl.

Frábær byrjun og góður grunnur!  NÝTT LÍF; 5 vikna meðferð fyrir nýliða. Einnig fyrir þá sem hafa verið áður og þurfa aðstoð við að komast aftur af stað.

Meðferðin hefst með undirbúningsfundi, helgarnámskeiði og síðan taka við stuðningsfundir, ásamt fyrirlestrum og ýmsum kynningum m.a. á 12 spora bataleiðinni.


Fyrsta skrefið er að koma í einstaklingsviðtal.

NÝTT LÍF! 5 vikna meðferðanámskeið á Austurlandi fyrir þá sem telja sig eiga í vanda með matarfíkn og/eða átraskanir. Námskeiðið hefst 04.04.- 06.05..:

Helgarnámskeið á Eiðum, 5 hóptímar þriðjudögum á skype (tvær klst. í senn), langur laugardagur 26.04. Egilsstöðum, 90 mín. einstaklingsviðtal.
Verð
:  88.000. (10% staðgr.afsl., 10% afsl. fyrir öryrkja, hjón og skólafólk, allt að 6 mánaða léttgreiðsludreifing, stéttafélög taka þátt í kostnaði).
Innifalið í verði:  Helgarnámskeið, matur(6 máltíðir) og gisting(tvær nætur), 5 vikur daglegur stuðningur við meðferðaprógramm og matardagskrá, vikulegir hóptímar (2 klst. í senn), langur laugardagur á Egilsstöðum, tvær meðferðamöppur, stílabók og litla AA bókin.

Helgarnámskeið á Eiðum:
1.          Föstudagur 04.04. kl. 17-21.  Laugardagur 05.04. kl. 8-20 (með        hléum).   Sunnudagur 06.04. kl. 9-14.  Um helgina verður farið yfir breytingar á mataræði, meðferðarefni kynnt, fráhald hafið (6 máltíðir), matreiðslunámskeið, unnið með fráhvörf, fyrirlestrar og lögð drög að meðferðarvinnunni.
2.         Daglegur stuðningur við prógrammið í gegnum net og síma.
3.         Vikulegir hóptímar:  Þriðjudögum kl. 16.15-18.15
4.         Eitt viðtal við ráðgjafa (90 mín.) (Sett upp eftir samkomulagi)
5.         Gögn:   Mappa 1; með meðferðadagskrá, leiðbeiningum og uppskriftum. Mappa 2; fræðsluefni og meðferðaverkefni.  Litla AA  bókin.  Stílabók.  Einnig innifalið í gjaldi;  6 máltíðir, kaffi, te, gisting.

Meðferð hjá MFM Miðstöðinni byggir á því að hjálpa hverjum einstaklingi að finna sína leið til bata. Mikil áhersla er lögð á ábyrgð viðkomandi gagnvart sjálfum sér og öðrum bæði hvað varðar breytt mataræði og þátttöku í meðferðinni sjálfri. Miklu máli skiptir að hafa jákvætt hugarfar gagnvart meðferðinni og gefa sér þann tíma sem nauðsynlegur er til að vinna úr því sem upp kann að koma í henni.

Við erum reiðubúin að styðja þig á allan þann hátt sem okkur er unnt og höfum einlægan áhuga á bata þínum. Við munum leitast við að veita stuðning, speglun og fræðslu þannig að þú náir tökum á fíkn þinni í mat og/eða áthegðun.

Markmiðin okkar eru að hver og einn þátttakandi;

·         nái að skoða sjálfa/n sig og stöðu sína

·         fái rúm til að meta hvort hann/hún eigi í vanda og í hverju hann liggur

·         skoði hug sinn um hvort hann/hún er til í að takast á við vandann og fái stuðning til að vinna úr þeim vanda sem er til staðar.

Fyrsta skrefið er að koma í viðtal!   Viðtalið kostar kr. 7000 og er ein klst. Verið velkomin

.Vertu vinur okkar á Facebook