Ég hafði reynt allt og var orðin ansi vonlítil um að ég gæti átt líf aftur þar sem ég gæti verið ánægð með mig og liðið vel.
Nú er liðið eitt ár síðan að ég fór á námskeiðið hjá mfm og ég er yfir mig ánægð og líður mjög vel, er létt á fæti, komin í kjörþyngd og held mér þar.
Mér þykir hreint ótrúlegt hvað þetta er lítið mál, mér finnst ég hafa yngst um mörg ár og er ekki að upplifa hugsanir um að vilja ekki lifa lengur.
Ég á tvær dætur sem eru yfir sig ánægðar með mömmuna sína og mér finnst ég betri fyrirmynd fyrir þær inn í framtíðina, það er mér mjög dýrmætt.
Bestu þakkir fyrir mig 🙂