Edda Rós á Visi.is

Til hamingju Edda Rós!

Það er dásamlegt þegar vel gengur og skjólstæðingar finna sína leið til bata við matarfíkn og átröskunum!  Edda Rós er ein margra sem hefur öðlast N’YTT LÍF með hjálp MFM og 12 sporasamtaka.

Sigraðist á matarfíkn og léttist um fimmtíu kíló 

Lífið 11:23 04. JÚNÍ 2015
Edda Rós lítur ótrúlega vel út í dag.
Edda Rós lítur ótrúlega vel út í dag. VÍSIR

„Ég á frænda sem var yfir tvö hundruð kíló og hann ákvað einn daginn að fara inn í MFM-miðstöðina og náði þar alveg frábærum árangri. Hann er matarfíkill en ég hélt aldrei að ég væri það,“ segir Edda Rós Ronaldsdóttir, 24 ára heimavinnandi tveggja barna móðir, sem hefur lést um 50 kíló á einu ári. Hún var mikill kvíðasjúklingur og þunglyndi hafði plagað hana í mörg ár. Hún hefur nú náð tökum á matarfíkn sinni og segir sögu sína á Vísi.

MFM Miðstöðin er meðferða og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana. Þar vinnur fólk með tólf spora kerfið, líkt og í AA-samtökunum og fleiri samtökum.

„Ég ákvað að fylgja frænda mínum í MFM og ætlaði fyrst bara að laga matarræðið. Ætlaði mér bara að grennast og hætta svo í MFM. Ég byrja síðan að stunda vinnuna þarna af einlægni. Þá sé ég strax að ég er algjör matarfíkill og haga mér eins og alkahólisti á versta fylleríi, en bara með sykur. Ég var í tíu mánuði í mikilli sjálfskoðun og að vinna í tólf sporunum.“

Fyrir og eftir mynd.

Fyrir og eftir mynd. MYND/AÐSEND

Edda segir að líkaminn hafi einfaldlega fylgt hausnum.

„Hausinn á mér var svo gegnsýrður en með tímanum fóru kílóin bara að hrynja af mér. Ég fæ að lifa í kjörþyngt ef ég er andlega heilbrigð. Þessi fíkn lýsir sér þannig að maður fær algjöra þráhyggju fyrir mat. Á meðan ég var að borða einhverja máltíð, þá var ég á sama tíma að pæla í því hvað ég myndi fá mér næst. Ef ég komst í mat, þá var ekkert sem hét pínulítið eða meðal. Ég var ekkert að fá mér nokkra bita, ég fékk mér allan kassann. Ef kassinn var ekki nægilega stór, þá tók ég bara reiðikast af því að þetta var ekki nóg.“

Í dag borðar Edda Rós engan sykur.

„Ef ég fór í eitthvað átak og var að reyna grennast þá fór ég bara í full fráhvörf og varð bara veik. Þetta var rosaleg fíkn og ég gerði allt til þess að komast í sykur og sterkju,“ segir Edda.

Til að byrja með breytti hún bara matarræðinu og fór ekki á fullt í ræktina.

„Svo þegar ég var búin að missa 45 kíló varð ég að fara í ræktina. Ég hef verið feit síðan ég var lítil og aldrei hreyft mig neitt. Ég þurfti bara að styrkja mig.“

Edda Rós er tveggja barna móðir.

Edda Rós er tveggja barna móðir. MYND/AÐSEND

Edda er með húðsjúkdóm sem hefur þær afleiðingar að hún verður stundum flekkótt í framan

„Þessi sjúkdómur veldur oft miklum kvíða. Ég verð rauð og flekkótt í framan og ég þorði aldrei að stíga inn í líkamsræktarstöð því ég þurfti alltaf að fara ómáluð. Síðan þegar ég var allt einu farin að fara í ræktina, ekki á þeim forsendum til að grennast, þá var þetta allt annað líf.“

Hún segist vita það vel að vinnan við matarfíknina er ævistarf.

„Ég er ekki alveg búin að klára tólf sporin, en ég sæki í dag fundi hjá samtökunum. Það er bara ekki í boði fyrir mig að hætta í þessari vinnu. Lífsgæði mín verða enginn ef ég hætti,“ segir hún og bætir við að munurinn á henni fyrir ári síðan og í dag sé ótrúlegur.

„Þótt maður sjái sömu manneskjuna á myndum, þá er þetta ekki sama Eddan. Ég lifi allt öðruvísi, ég er ekki þunglynd, ég kemst út úr húsi, ég er ekki haldni kvíða og er bara mikið glaðari alla daga. Í dag get ég gert allt, áður gat ég ekki gert neitt.“

http://www.visir.is/sigradist-a-matarfikn-og-lettist-um-fimmtiu-kilo/article/2015150609494

Saga okkar allra!

Saga mín er eins og saga okkar allra og ég sem hélt að ég væri svo einstök, bæði í hugsun og matarmálum.

Ég var ekki feit sem barn, eða unglingur en var örugglega ekki mjög liðug, því ég var aldrei með í neinum hópaleikjum, skildi reyndar aldrei reglurnar og var ómögleg í að hlaupa,var oft notuð sem „stikkpilla“ í leikjum.  En ég upplifði mig hinsvegar mjög feita.  Ég var mjög hávaxin strax sem barn og orðin 175 um fermingu, stærri en strákarnir í bekknum mínum.  Vinkonur mínar voru meðal stelpur á hæð og grannar,  ég miðaði hinsvegar við að við vorum ekki að nota sömu fatastærðir.  Sorglegt en satt,  sjálfsmyndin var ekki sterk,  ég fór þarna á miðjum unglingsaldri að nota óæskilegar aðferðir til að léttast, Bullimía var ekki þekkt á þessum tíma enda 40 ár síðan, samt var ég  tágrön,  það sé ég á myndum frá þessum tíma.

Ég eignast fjögur börn á 12 árum og bætti hressilega við mig á þremur meðgöngum,  var alltaf að borða fyrir tvo. J  á milli var svo farið í „átak“  og ég léttist en þyngdist strax aftur og bætti svo 2-4 kg aukalega á mig í hvert skipti,   Pillukúr, Línan, Súpukúr,  Danski-kúrinn, Herbalif,  og hvað þetta heitir nú allt saman,  það var engin maður með mönnum ef hann var ekki í einhverjum kúr eða átaki.

Árið 2012 verða svo miklar breytingar í lífi mínu,  ég greinist með of háan blóðþrýsting og fæ lyf við því, ásamt því að vera með vefjagigt,  Ég fór að labba, í einkaþjálfun, en ekkert gekk að léttast og áfram þyngdist ég,  Um mánaðarmót nóv/des greinist ég svo með liðagigt og einnig sykursýki 2 og  þurfti að mæla blóðsykur 4x á dag.  Nú leist mér ekki á blikuna enda orðin 125 kg. á þyngd.   Þarna ákvað ég og sagði lækninum það að ég ætlaði að takast á við mataræðið og vildi ekki fá fleiri lyf.  Hann sagði að það væri svo sem ágæti en ég skyldi koma í mælingu á milli jóla og nýja árs.  Ég hef aldrei orðið eins hissa, hafði bara ætlað að byrja eftir jólin!  En hann benti mér á að þetta væru þá fyrstu jólin sem ég, af vonandi nokkrum þar sem ég þyrfti að horfast í augu við mataræðið.   Þetta var erfiður desember mánuður, en þar sem ég hafði haft sykursjúkt barn inn á heimilinu í eitt ár, kunni ég vel að elda þannig mat.  Ekki léttist ég neitt þennan desember, en ég þyngdist heldur ekki neitt og fannst mér það nú vera viss sigur.  Svo liðu janúar og febrúar og ég missti 7 kg.  Alltaf þurfti ég að vera mæla blóðsykurinn.

Í lok febrúar fékk ég símhringingu, hún var stutt og laggóð „Ég er búin að ská þig á námskeið hjá MFM-miðstöðinni á morgun inná Stóru-Tjörnum, það kostar X mikinn pening og þú færð endurgreitt hjá verkalýðsfélaginu okkar.  Þegar þetta námskeið er búið þá getur þú farið í OA eða GSA.  Ef þú ætlar ekki þá afpantar þú sjálf“

Í stuttu máli ég fór á námskeiðið og hef síðan 2. Mars 2013 vigtað og mælt þrjár máltíðir á dag.

Þetta hefur ekki verið auðvelt,  ég grét mig í svefn fyrsta kvöldi,  vissi ekki hvað ég væri búin að koma mér út í.  Eina sem ég hugsaði var „aldrei framar kolvetni eða áfengi“  en smá saman fékk ég mikla fræðslu og góðan stuðning.  Ég fékk greiningu sem matarfíkill og það opnaðist nýr heimur fyrir mér, því ég hef alltaf haldið því fram að það væri nú gott að ég væri ekki áfengisfíkill því þá væri ég í ræsinu, og eins að ég reykti ekki því ég myndi þurfa tvo pakka á dag.

Samt átti ég erfitt með að sætta mig við orð eins Hömlulaus ofæta.  Puff, puff ég var ekki ofæta fannst mér,  mér fannst orðið ljót og særandi-  Hver og einn verður sannleikanum sárreiðastur – voru orð sem komu seinna upp í huga mér.  En með því að sækja fundi og vinna í 12 sporunum hefur mér orðið ljóst hvílíkur fíkill og hömlulaus ég var.   Allstaðar í öllum skápum, skúffum, handavinnupokum,  bílnum, og í vinnunni var „stöffið mitt“.  Ég faldi þetta fyrir öðrum á heimilinu svo ég gæti átt það sjálf í næði þegar eingin sá til,  matur hefur aldrei verið mitt vandamál en kolvetnin upp til hópa eru mínir verstu óvinir.

Ég verslaði inn til að eiga fyrir gesti, en þeir fengu ekki endilega neitt af því sem keypt var inn nema kannski eitthvað smá.  Ég hef verið mjög dugleg að baka ofan í fjölskylduna mína og líka ofan í sjálfan mig. J   Í dag hendi ég afgöngum í ruslatunnuna en áður var ég ruslatunna-heimilisins.

Baðvigtin stjórnaði deginum hjá mér, ég vigtaði mig á hverjum morgni, steig létt á hana og vonaði að hún sýndi góða tölu, ef ekki þá var dagurinn ónýtur hvort sem var og hægt að borða eins og mann listi.  Vigtin var minn versti óvinur.

Í dag borða ég þrjár vigtaðar og mældar máltíðir á dag, og ég hef aldrei borðað eins mikið um ævina.  Mér líður vel, ég sæki fundi reglulega og er að vinna í  12 sporunum í annað skipti.

Í dag er ég laus við sykursýki,(þarf ekki að stinga mig 4x á dag)  of háan blóðþrýsting, astma, steralyf, og fyrir utan hvað tannlækna kostnaður hefur dregist saman J í bónus við þetta allt er ég svo  45 kg. léttari

Ég hef mikið meira þrek,  og stend með sjálfri mér.  Ég er enn með gigt en ræð mikið betur við alla verki út frá henni.  Á hverjum degi  skrifa ég niður og þakka fyrir þrjú atriði sem hafa gerst yfir daginn.  Ég er búin að setja mér markmið og skrifa þau niður. Minn æðri máttur hjálpar mér í gengum daginn. Baðvigtin stjórnar engu lengur, en Borðvigtin er minn besti vinur í dag J

Lífið heldur áfram og það koma jól og páskar,  það kom gleði og sorgir, en ég er betur í stakk búin til að takast á við allt saman núna.

Að leita eftir fullkomnun er eitt af því sem ég hef ætíð gert

Síðustu 10 ár hef ég verið í aðhaldi. Reynt allar mögulegar megrunaraðferðir – ávaxtasafa – föstur – Herbalife – danska kúrinn – JSB-kúrinn …   ekkert hefur gengið til lengdar auk þess sem ég hef farið í milljón líkamsræktarátök, verið hjá einkaþjálfara og farið á líkamsræktarnámskeið.

Það að vera í fráhaldi hefur verið alveg ótrúlega auðvelt þegar ég hugsa til baka. Auðvitað eru margir dagar erfiðir en þó færri dagar en þegar ég var ekki í fráhaldi. Mér hefur núna, í þessari þriðju atrennu þótt erfitt með að hringja á veitingarstaði á undan mér. Gerði það hér áður án sérstakra vandkvæða. Þarf að æfa það betur. Ég hef náð það miklum árangri, bæði líkamlega og tilfinningarlega í fráhaldi að ég vona heitt og innilega að ég þurfi aldrei að snúa til baka. Ætla ekki að hugsa nema einn dag í einu og ekki fara á flug með það hvað ég ætli að gera í næstu fríum og ferðalögum. Mér líður svo vel og ég ætla núna að standa með sjálfri mér. Fráhaldið í forgang er það sem ég þarf að tileinka mér. Þá hef ég ekki verið alveg heiðarlega þegar kemur að breytingum, en ég á að tilkynna öll frávik. Mér hefur ekki þótt ástæða til að láta vita ef ég breyti, t.d. úr olíu í grænmetissósu ef ég er innan rammans. Þarna hef ég ekki getað látið af stjórn eins og ég á að gera. En ég er að vinna í því að tileinka mér þetta, að hringja alltaf.
Ég hef fallið tvisvar. Það var ekki gott. Ég man svo vel tilfinninguna um að vera allt of feit. Geta ekki gengið upp og niður stiga, vera alltaf sveitt, vera alltaf móð, vera að drepast í hnjánum, vera illt í liðamótum o.s.frv. Sérstaklega þegar ég drekk vín. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað það hefur gert mér gott að hætta að drekka. Sálarástand mitt hefur batnað um 99% og það er sá ávinningur sem ég vil ekki tapa. Auk þess er samviskubitið sem er samfara því að falla skelfilegt. Stöðugar sjálfsásakanir sem e.t.v. má segja að hafi verið deyfðar með áti. Það sem gerðist var að ég hætti í meðferðinni, fór í 12 spora samtök þar sem ekki er tilkynnt og fór að mæta á fundi. Þar tók ég allt sem ég heyrði að hinar gerðu og gerði að mínu, s.s. millibita og bara einu sinni á diskinn, en allur matur borðaður. Fljótlega fór allt úr skorðum því ég fór að borða risastóra millibita og gat aldrei stoppað mig af í „venjulegum“ skammtastærðum, eða að fá mér bara einu sinni á diskinn. Ég hef margsinnis reynt að fá mér sex litlar máltíðir á dag sem alltaf hafa endað með sex stórum máltíðum á dag. Ramminn hentar mér betur en ég hef í gegnum tíðina barist gegn fordómunum og hvað þetta er allt „ýkt“. Hinsvegar er það svo að ég get þetta ekki ein. Auðvitað hugsa ég oft um að ég þurfi allt mitt líf að tilkynna matinn minn og það er svolítið yfirþyrmandi, en ég næ sem betur fer að stoppa þær hugsanir og hugsa einn dagur í einu.  Í fyrstu meðferðinni minni 2008 og í annarri líka 2010 *(fór reyndar í einn mánuð 2009) var ég bara á leiðinni í megrun… ætlaði að ná af mér aukakílóunum, vinna aðeins í sjálfri mér og taka svo ákvörðun um framhaldið. Þetta virkaði ekki, í hvorugt skiptið því ég féll með glans, þótt fallið hafi verið hægt og hljótt, að því leyti að ég byrjaði að svindla einu sinni, svo var það auðveldara í næsta skiptið og svo á endanum var þetta komið í sama farið. Ég léttist um 18kg. í fyrstu meðferðinni, svo í fallinu át ég á mig 20kg. Í meðferð tvö léttist ég um 17.5 kg. læknaði mig aftur sjálf, hætti að mæta á fundi, hætti að tilkynna, hætti að nota verkfærin og þyngdist smátt og smátt um 25kg. Þá var komið að þriðja skiptinu núna í október 2011 og hef núna þegar þetta er skrifað (mars 2012), lést um 18.6kg. Ég hef nálgast þetta núna á allt annan hátt. Hef notað verkfærin mun meira, fer núna á 12 spora fundi og er komin með matar sponsor þar og ætla fljótlega að fara í gegnum sporin. Reyndar ekki fyrr en ég hætti í meðferðinni hjá MFM sem verður í lok maí. Þá hef ég í hyggju, kannski næsta haust að fara í gegnum sporin. Núna er þetta allt öðru vísi, skemmtilegir fundir, frábærar konur og mér finnst þetta skemmtilegt viðfangsefni og er meira tilbúin til að viðurkenna vanmáttinn og láta þetta í hendurnar á æðra mætti. Kannski er ég loksins tilbúin núna. Er samt enn að berjast við tilhugsunina um að ég sé „öðruvísi“ svona hálfgerður sjúklingur!!! En það hlýtur að lagast J
 
Meðferðin – ávinningur
Þetta prógramm byggist á 12 spora kerfi eins og mörg önnur meðferðarúrræði. Það hefur hentað mér vel og mér finnst gaman að velta þessu fyrir mér. Þrátt fyrir að ég hafi haft mína barnatrú þá má alveg segja að ég sé trúuð og fór oft með Faðir vorið áður en ég fór að sofa, löngu áður en ég byrjaði í meðferðunum og í þessum 12 spora samtökum. Hef ekki átt erfitt með að skilgreina minn æðri mátt, en að fela honum stjórnina hef ég átt erfitt með. Ég vil hafa hana sjálf – hafa stjórn á öllu og helst öllum J því hefur sú vinna verið svolítið erfið. Mér finnst þó núna í þessari þriðju atrennu þetta allt saman auðveldara og ég á auðveldara með að standa mér sjálfri mér. Þótt stundum sé erfitt að fela æðra mætti vandann. Mér líður hinsvegar miklu betur og er rólegri inní mér, er fljótari að stoppa neikvæðar hugsanir og reyni stöðugt að sleppa tökunum.
Að leita eftir fullkomnun er eitt af því sem ég hef ætíð gert. Enginn er hinsvegar fullkominn og maður á að leita að framförum, ekki fullkomnun.
Ég verð að njóta dagsins. Það er ótrúlega gott að geta það, ná að sleppa tökunum á hugsunum um framtíðina. Ég var svo upptekin af því að velta fyrir mér hvað ég geri þegar ég verð komin í kjörþyngd, hvað ég ætli að gera þegar dætur mínar eru fluttar að heiman, hvað ég ætli að gera þegar ég verði rík!! Hvað ég ætli að gera þegar… og þegar … og þegar…   Gleymi því að njóta líðandi stundar. Ég get ekkert gert við fortíðina, hún er liðin, ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér?… því er það eina sem ég get í rauninni gert er að lifa í núinu. Þetta er mjög lógískt en erfitt að lifa eftir. Njóta samveru með fólki sem manni þykir vænt um er það mikilvægasta sem til er og ég þarf að hætta að hugsa um að „þurfa að gera eitthvað ákveðið“ áður en ég t.d. sest niður og nýt þess að spjalla. Heimilisverkin eða önnur skylduverk fara ekkert.
Það hefur verið erfiðast að læra að biðja um hjálp og hvað þá að þiggja hana. Þeir sponsorar sem ég hef haft hafa allar reynt að gera mér það ljóst að þessi vinna hjálpar þeim líka. 12 sporið fjallar um að miðla af reynslunni – fara í þjónustu sem gerir hverjum og einum gott, bæði þeim sem biður um hjálp og þeim sem veitir hana. Ég þarf svo sannarlega að hætta að hugsa um að ég sé að trufla og verð að líta á þetta sem hluta af batanum. Ég hlakka allavega sjálf til að geta veitt þessa hjálp.
Þá hef ég ekki hringt ef mér hefur liðið illa. Man bara eftir einu skipti og það gekk vel. Þetta á bæði við um að spjalla og einnig líka um að tilkynna breytingar. En ég VERÐ að hugsa þetta á annan hátt. Líta á þetta sem aðstoð og ráð á jafningjagrunni – líða ekki eins og barni sem er að skrifta, með skömmustu tilfinningu og þar með viðurkenna vanmáttinn. Þetta er eitthvað sem allir geta grætt á og minnir alla á hvað sjúkdómurinn er lævís. Mér finnst hinsvegar betra að senda þetta í tölvupósti, þá á ég við vangaveltur, en það höfum við verið að gera í meðferðinni. Það nýtist mér, þótt ég lesi ekki alltaf allt, en hjálpar mér samt örugglega að fá frá hinum þótt ég sé svolítið enn í sjálfshyggjunni, finnst best að tala um mig!!! Hef mestan áhuga á mér, að segja frá mér!
Það er ótrúlegt þegar ég hugsa um hvað hefur áunnist við að vera í fráhaldi og í meðferð hjá MFM og mæta á 12 sporafundi .  Það er hugarróin. Ég fór á fund þar sem verið var að tala um þetta og þá allt í einu opnaðist einhver gátt. Ég allt í einu áttaði mig á því hvað hefur breyst. Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið hvort ég sé að róast, hvort þetta sé aldurinn, hvað sé að gerast. Mér líður best heima hjá mér, næ ótrúlegri slökun og er róleg inní mér. Hafði ekki tengt þetta beint við hina andlegu vinnu sem ég hef verið að vinna undanfarið með hjálp MFM. Þetta varð einskonar hugljómun. Mér líður svakalega vel þegar ég fer að sofa á kvöldin, líður mjög vel á morgnana þegar ég vakna og svona yfirleitt alla daga. Auk þess að ná þessari hugarró, þá eru hlutir hættir að koma mér úr jafnvægi eins og áður, allavega í minna mæli.
Hlustaði á frábæran leiðara á 12 sporafundi um daginn þar sem hún talaði um mikilvægi þess að sponsa. Ég hef alltaf verið í vandræðum með að hringja – fundist ég vera að trufla. Hún benti hinsvegar á að það að sponsa, gæfi henni ótrúlega mikið. Við það næði hún að hætta að vera með sjálfa sig á heilanum, heldur gæti aðstoðað aðra í stað þess að einblína á eigin vandamál. Þá rann upp fyrir mér ljós… auðvitað er það þannig að þegar maður heyrir um vandmál annarra þá finnast manni eigin vandamál minni… þótt þau séu það ekki endilega.   Maður verður ekki eins sjálfhverfur. Þetta er akkurat það sem ég hef fundið fyrir – vera uppfull af sjálfri mér og verið með mig og mín vandmál á heilanum… hlakka til að fara að sponsa… en það ætla ég að gera um leið og ég get.

Ég hef notað allar hugsanlegar leiðir til að hemja át og þyngd

Þegar ég hugsa til baka þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á mat og þótt gott að borða. Ég man þó ekki eftir að hafa verið stöðugt að hugsa um mat, enda kannski ekki þurft að hugsa mikið um það þar sem amma mín lagði ríka áherslu á að ég fengi nóg. Var í raun alltaf að reyna að gefa mér að borða og tilbúin til að búa til allan þann mat sem mig langaði í. Ég var hinsvegar alltaf grönn sem barn og man ekki eftir að hafa haft lélega sjálfsmynd eða hugsað um aukakíló eða að mér þætti gott að borða. Ég var ekki matvönd en það var kostur í mínu uppeldi.
Ég hef notað allar hugsanlegar leiðir til að hemja át og þyngd, farið í alla þá megrunarkúra sem ég hef heyrt um.   Mínar fyrstu minningar tengjast allar mat. Amma var dugleg við að gefa mér að borða og áður en ég fór að sofa á kvöldin. Amma hafði alltaf miklar áhyggjur af því að ég fengi ekki nóg að borða. Hún var alltaf að gefa mér eitthvað sem mér fannst gott. Svo má einnig minnast á matarboðin hjá föðurömmu minni – þar borðaði maður þar til manni leið virkilega illa og gat varla gengið fyrir ofáti, enda hafði hún orð á því hvað væri gaman að gefa mér að borða því ég tæki svo hraustlega til matar míns. Síðasta átfyllerí var á þorrablóti hjá mömmu, ég át á við fjóra karlmenn og var gjörsamlega afvelta. Mér leið svo illa að ég var í andnauð og strax komu niðurrifshugsanirnar af fullum krafti, ég væri svo feit og ljót, gæti aldrei haft hemil á mér, gjörsamlega vonlaust tilfelli… var svo í megrun/aðhaldi í nokkra daga á eftir en fljótlega fór þetta að gleymast og ég hélt uppteknum hætti. Þá má einnig nefna síðustu dagana sem liðu áður en ég byrjaði í meðferðinni hjá MFM. Þá ætlaði ég sko að borða allt sem ég vissi að ég mætti ekki borða í framtíðinni. Ég var svo södd og mér var svo ómótt í þær tvær vikur frá því ég fór í viðtalið hjá MFM og þar til ég byrjaði í meðferðinni.
Éghef alltaf borðað mjög hratt. Þá næ ég að borða meira, en vandamál mitt er að ég verð aldrei södd. Yfirleitt er það þannig að ég hætt að borða þegar ég sé að ég er að borða meira en aðrir. Einnig ef maturinn var fyrir framan mig þá var ég sífellt nartandi, var t.d. búin að fá mér einu sinni á diskinn, en hélt svo áfram með gaffalinn ofan í pottunum. Því var ég að borða meira en ég vildi vera láta því aukabitarnir urðu mjög margir þótt ég hefði bara fengið mér einu sinni á diskinn… svo finnst mér núna að allir borði svo lítið, bjóði svo lítið fram af mat… en minn hugur segir mér enn að búa til nóg til að bjóða – af því að ég borða svo mikið sjálf…
Í dag er ég gjörsamlega hömlulaus þegar kemur að mat og svo sem einnig gagnvart mörgu öðru. Hef alltaf viljað gleypa heiminn í einum bita og það má því til sönnunar benda á námið, líkamsrækt, megranir, o.s.frv.
Ég hugsaði alltaf – á morgun byrja ég í átakinu… á mánudaginn byrjar nýtt líf… þannig hefur það verið síðustu ár og því hefur vandamálinu alltaf verið frestað…. þar til nú!!
Leyndarmál og ranghugmyndir
Mín helstu leyndarmál með mat hafa helst verið að reyna að láta líta út fyrir að ég borði minna en ég geti og geri. Mér finnst oft gott að koma heim og vera ein að fá mér eitthvað, sérstaklega eftir vinnu. Þá er enginn sem fylgist með mér. Kannski hefur enginn gert það en ég held að allir hljóti að hugsa – ekkert skrítið hvað hún er feit ef hún étur allt þetta! En svo er ekkert víst að aðrir séu yfirleitt nokkuð að hugsa um þetta. Allt gerist þetta í höfðinu á mér og ég ætla fólki að hugsa á ákveðinn hátt…
Það sem hefur stundum læðst að mér er að ég sé ekki matarfíkill. Ég sé ekki eins illa stödd af því að ég er ekki á þeysireið milli sjoppa eða skyndibitastaða, borði ekki í laumi, feli ekki matinn minn, borði fyrir og eftir veislur o.s.frv. Hinsvegar eru það ranghugmyndirnar sem eru í kollinum á mér sem ég á sameiginlegar með öðrum ofætum. Og þær er ég að vinna með núna. Þegar efinn læðist að mér þá er ég að hugsa að ég geti þetta alveg ein, þurfi enga aðstoð, er komin vel á veg, er komin í rútínuna o.s.frv. ég er reyndar hætt að hafa samviskubit yfir því ef ég t.d. tilkynni ekki breytingu fyrirfram og er kannski farin að taka of margar ákvarðanir sjálf. Samt sem áður með svolítinn móral fyrir því í undirmeðvitundinni, eins og ég sé að svíkjast um og ekki gera allt alveg rétt.   Ég efast hinsvegar ekki um að ég sé matarfíkill, þegar ég skoða málin ofan í kjölinn, þótt erfitt sé að viðurkenna það og sætta sig við að ég verð að taka út ákveðnar fæðutegundir sem gera mér ekki gott.
Það eru margar skrítnar hugsanir sem koma upp í kollinn á manni þegar maður er of feitur. Kaupa víð föt, láta sérsauma á sig, næla saman boli og sokkabuxur til að þær haldist uppi, kaupa endalaust af skóm og fylgihlutum því venjuleg föt passa ekki, fara í BB deildina í HM, þar sem fást föt sem passa.
Þá hef ég alltaf þegar ég fer í lyftu fengið kvíðakast, skyldi lyftan hlunkast niður þegar ég stíg inní hana!! Hef lent í því að hún fer aðeins niður þegar ég fer inní hana, mjög óþægilegt þegar maður er of feitur… heldur að allir taki eftir því! Svo fer ég yfir það í huganum hvað allir í lyftunni geta verið þungir samanlagt og hvað lyftan er skráð fyrir mikinn þunga!!
Þegar ég sest á stóla passa ég að þeir séu örugglega nógu traustir til að halda mér. Get ekki hugsað mér þær aðstæður að stóllinn sem ég sitji á hrynji!
Einnig eru flugvélasætin skelfileg… og hef þurft að setja beltin alveg út í enda til að koma þeim á mig. Og hef ekki getað sett borðin niður því bumban á mér er svo stór að borðið kemst ekki fyrir. Alveg ömurlegt… Reyndar var þetta í IE vél, en mér er alveg sama.
Svo er ég voðalega viðkvæm fyrir því ef mér er heitt. Þá er það vísbending um fituna, að ég sé í svo lélegu formi og allt of feit og finnst erfitt að höndla það.
Ég hef hinsvegar ekki velt því fyrir mér hvort ég fari tvær, þrjár eða fjórar ferðir að matarborðum í veislum. Það hefur ekki skipt mig máli. Í dag finnst mér gaman að gefa fólki að borða þrátt fyrir að vera í fráhaldi sjálf. Góði Guð, ef þú getur ekki gert mig mjóa, gerðu þá vini mína feita J

Ég hafði reynt allt og var orðin ansi vonlítil um að ég gæt

Ég hafði reynt allt og var orðin ansi vonlítil um að ég gæti átt líf aftur þar sem ég gæti verið ánægð með mig og liðið vel.
Nú er liðið eitt ár síðan að ég fór á námskeiðið hjá mfm og ég er yfir mig ánægð og líður mjög vel, er létt á fæti, komin í kjörþyngd og held mér þar.
Mér þykir hreint ótrúlegt hvað þetta er lítið mál, mér finnst ég hafa yngst um mörg ár og er ekki að upplifa hugsanir um að vilja ekki lifa lengur.
Ég á tvær dætur sem eru yfir sig ánægðar með mömmuna sína og mér finnst ég betri fyrirmynd fyrir þær inn í framtíðina, það er mér mjög dýrmætt.
Bestu þakkir fyrir mig 🙂

Ég sé ekki eftir að hafa breytt minni hegðun gagnvart mat

Ég var búin að vera að þyngjast smátt og smátt og eftir að ég eignaðist barn þyngdist ég töluvert í viðbót. Ég hafði ekki farið oft í megrun, á unglingsárunum fór ég í strangan megrunarkúr og ákvað þá að þetta skyldi ég ekki gera aftur, tvisvar byrjaði ég á danska kúrnum og líkaði mjög vel og var í bæði skiptin hissa þegar ég féll.

Vorið 2009 sá ég viðtal í Vikunni við tvær konur og þær töluðu um MFM miðstöðina og létu vel af henni og þær litu svo svakalega vel út.  Um haustið sama ár var þessi grein ennþá í huga mér og ég hringdi í MFM miðstöðina, fékk viðtalstíma og stuttu síðar var ég byrjuð á námskeiði sem mér líkaði mjög vel.

Á örfáum dögum breyttist líðan mín, ég fann mikinn létti í höndunum og vellíðan í líkamanum. Ég fylltist von og bjartsýni á að nú væri ég búin að finna það rétta fyrir mig og það eina sem ég þurfti að gera var að fara eftir því sem mér var sagt. Eitt af því sem ég þurfti að gera var að vigta matinn minn og það var ekkert mál heima en ef ég fór annað leið mér illa að vigta fyrir framan aðra, þannig að ég ákvað að borða í veislum án þess að vigta og byrja svo aftur daginn eftir á prógrammi MFM, en þar sem ég fór út úr prógramminu smá gat ég alveg eins gert það almennilega og borðaði allt sem var í boði !

Þetta gekk fínt í örfá skipti en svo fór að verða erfiðara að byrja endalaust aftur og ég var með fráhvarfseinkenni í hverri viku síðustu vikurnar og náði svo á endanum ekkert að byrja í mínu fráhaldi aftur, reyndi í janúar 2010 en mér tókst það ekki.
Það leið heilt ár þar til ég fór aftur í meðferð hjá MFM og á þessu ári skoðaði ég sjálfa mig miðað við það sem mér hafði verið sagt í meðferðarprógramminu.  Mér hafði verið sagt að ég væri matarfíkill ! Ég vissi svosem að það var ekki alveg eðlilegt hvernig ég borðaði stundum, en átti ansi erfitt með að kyngja því að ég væri fíkill !  Ég sá hins vegar hvað ég átti sífellt erfiðara með mig eftir veislur, saumaklúbba o.þ.h. oft komu margir dagar á eftir sem ég var í mikilli laungun í sætindi og í eitt skiptið leið heil vika og þá held ég að það hafi verið sem ég byrjaði að sætta mig við að ég væri matarfíkill :
Ég get ekki sleppt því að fá mér góðgæti með kaffinu ef það er í boði, stundum langar mig að borða það alltsaman og það skiptir engu máli hvort ég er södd eða ekki, það hefur alltaf verið pláss fyrir nokkra mola. Oft hef ég verið með hugann við það hvort ég geti verið að fá mér svo og svo oft eða ört án þess að það sé dónalegt. Stundum hef ég beðið óþolinmóð eftir því að það fari að sjatna í mér svo ég geti farið að fá mér aftur. . . .
Ég var búin að finna mína réttu leið og vissi að hún var í MFM en það var bara aldrei rétti tíminn til að byrja: það var skírn framundan, sumarbústaðahelgi og svo átti ég afmæli um haustið og þá var svo stutt í jólin þannig að ég byrjaði í fráhaldi aftur í janúar 2011 og var  20 – 30 kg of þung.
Ég var sem önnur manneskja að byrja aftur í fráhaldi, ég sætti mig við að ég gat ekki gert þetta ein og þurfti á aðstoð að halda, ég var að þessu fyrir mig og mér var sama hvað öðrum fannst og númer eitt tvö og þrjú ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég er matarfíkill.Og ég gerði mér grein fyrir að í þetta skiptið var ég að fara í meðferð en í fyrra skiptið tók ég þetta sem megrun.  Mér hefur aldrei liðið jafnvel á ævinni. Ég er algjörlega laus við samviskubit, þessar vonleysishugsanir sem komu þegar mannfagnaður varr framundan og ég átti ,,engin föt“ þ.e.a.s. sem ég komst í (fataskápurinn minn var fullur af fötum sem voru aðeins of lítil).
Þegar ég fer í veislur eða partí skemmti ég mér vel án þess að drekka áfengi og það er eitt af því sem kom mér verulega á óvart því ég hélt alltaf að ég þyrfti vín til að geta sleppt fram af mér beislinu.
Ég hef ekki tekið það saman en er sannfærð um að það er töluvert ódýrara að lifa í fráhaldi og ef ég er ekki búin að spara mér í mat námskeiðið hjá MFM þá verður það amk fljótlega, ég er svo fegin að ég setti það ekki fyrir mig að borga annað námskeið og af hverju hefði ég átt að gera það ?  Ég sem setti það aldrei fyrir mig að baka td: rjómatertur, vöfflur eða pönnukökur með rjóma og bjóða fólki – bara til að ég hefði afsökun fyrir að borða þetta sjálf.

Í dag baka ég kökur og býð fólki en það er til að hitta og gleðja aðra, ekki til að hafa afsökun til að næra mína fíkn.

Núna er ég í fráhaldi og það koma ennþá ýmsir viðburðir ss. afmæli, skírnir, páskar o.þ.h. ég sé það núna að ég notaði þessa viðburði til að fresta því að taka á mínu vandamáli eða minni fíkn.
Fráhaldið getur verið erfitt en erfiðleikarnir eru allir á sama veg – ætla ég að láta eftir og leyfa öðrum að hjálpa mér og hlýða þeim sem eru að gera þetta rétt eða ætla ég að spóla í sama farinu og ég hafði verið að hjakka í síðustu 20 árin í vanlíðan. Erfiðleikar í fráhaldi eru miklu léttari en erfiðleikar í sukki !

 

Bráðum er komið heilt ár hjá mér í fráhaldi frá þeim fæðutegundum sem valda mér fíkn, en fyrst eru jólin og ég ætla mér að borða fullt að góðum mat án þess að verða með samviskubit eða að þurfa að taka mig á eftir jólin og svo þegar janúar kemur, verður það mánuður án vanlíðunar yfir því hvernig ég hagaði mér yfir jólin – já og allan desember.

Ég sé ekki eftir að hafa breytt minni hegðun gagnvart mat, en ég vildi að þetta hefði orðið fyrr í mínu lífi og ég óska þeim sem þess þurfa að fara þessa leið !

Reynslusaga

Ég var svo lánsöm að kynnast starfsemi MFM miðstöðvarinnar á vordögum 2011, var leidd þangað inn. Ég er granna hávaxna konan sem hefur alltaf verið í kjörþyngd en var að ofgera líkamanum með ómældu sykuráti. Í veislum var aðal freistingin marenstertur með miklum rjóma og súkkulaði og gat ég torgað allt að hálfri slíkri tertu á einu bretti og fór létt með það. Ég áttaði mig líka á því að ég hafði fíkn í salthnetur og rúsínur og gat ég torgað þremur til fjórum slíkum pokum dag hvern. Í dag sniðgeng ég alveg þessar fæðutegundir því ég veit hvaða áhrif þær hafa.
Ég hef alltaf verið í líkamsrækt og hreyft mig mikið og hef því brennt miklu.
Ég áttaði mig á því þarna að þetta var orðið vandamál. Vanlíðanin var slík. Sú hugsun var komin í kollinn á mér að ég væri að borða á mig gigt því ég var með verki allsstaðar, skapsveiflur, svaf illa á nóttunni og svo var sjónin farin að hraka töluvert. Mér var talið trú um að það væri nú bara aldurinn þannig að ég dreif mig í að panta mér tvískipt gleraugu.

Það er ekki það að ég hafi ekki verið í hollustunni. Ég gat tekið mjög flottar skorpur í því að borða bara hollt, það entist yfirleitt ekki lengur en mánuð í senn þá datt það út og ég fór í kökurnar og súkkulaðið.
Eftir að ég kynntist meðferðinni hjá MFM þá hef ég lært að ég verð að hafa ramma utan um matinn minn til að fara ekki út af sporinu, að öðrum kosti væri ég komin í ógöngur á ný. Ég er orðin mjög meðvituð um minn eigin líkama og hvernig hann bregst við en ég geri mér líka grein fyrir að ég get fallið hvenær sem er og tek því einn dag í einu.
Ég er án verkja, sef mun betur, er jafnari í skapinu og gleraugun standa ónotuð í skúffunni.

Það sem ég hef líka lært af þessari breytingu á lífstílnum er að ef þú ert ekki í norminu eins og hinir þá ögrar þú fjöldanum. Þú ert öðruvísi. Þá er svo mikilvægt að standa með sjálfum sér alla leið sama hvað hver segir. Þú og þinn nýji lífstíll er það sem skiptir máli fyrir þig. Ég hef fengið athugasemdir neikvæðar og jákvæðar, sumir hafa sagt það hreint út hvað ég sé grönn, þá spyr ég á móti: ,, ef ég væri feit myndir þú segja það?“ Fólk er ekki að átta sig á að Það getur verið af sama toga. Flestir hrósa fyrir úthaldið og staðfestuna og það er það sem skiptir máli.

Helga
42 ára

Fallsaga

Varðandi fallið mitt í sumar eða það sem ég hef kallað „meðvitaða ákvörðun“ um að stíga út úr fráhaldi mínu.

Þar sem ég var búin að halda fráhaldið mitt í rúmlega ár var ég svo sannfærð um að það yrði ekkert mál fyrir mig að stíga út úr fráhaldi mínu, fá mér aðeins að borða í nokkra daga þær fæðutegundir sem ég hafði tekið út úr lífi mínu. Mér fannst ég finna til ákveðins frelsis.

Í fyrstu átti þetta útstig að vera yfir ákveðna helgi, þar sem fjölskyldan stóð saman að ættarmóti. Fjölskyldan mín samanstendur allt af miklu matarfólki en einnig af fólki sem er mjög veikt fyrir víni. Þar eru nokkrir alkóhólistar og einnig nokkrir sem vita sjálfssagt ekki að þeir séu alkóhólistar. Það kæmi mér einnig ekki á óvart þó þar væru allnokkrir matarfíklar.

Fíknin var því í hávegum höfð þessa helgi. Ég var með pínu samviskubit yfir að hafa leyft mér þetta en notaði jafnframt sem afsökun að ég skyldi „taka meðvitaða ákvörðun“. Það sem ég vissi hinsvegar ekki þarna var hve erfitt það var að komast aftur inn í fráhaldið. Það var eins og ég hefði hent allri skynsemi í burtu. Hvern einasta morgun ákvað ég að þetta væri dagurinn sem ég byrjaði aftur í fráhaldi, hvern einasta dag sveik ég þá ákvörðun.

 Alltaf var það eitthvað sem mig langaði óstjórnlega mikið í og ákvað að fá mér bara smá bita. Smá biti varð alltaf að einhverju stærra og meira og í hvert skipti tók ég ákvörðun um að fyrst ég væri fallin í dag, þá bara gæti ég fallið almennilega og byrjað á morgun. Með hverjum morgninum leið mér verr og verr. Ég fann hvernig ég þrútnaði út um fæturna, og fingurna hvað ég varð pirruð í líkamanum, samt hélt ég átinu áfram. Ég fór að skammast mín mikið fyrir hvernig ég hagaði mér og fannst ég vera algjör lúser bæði í mínum augum og annarra, sérstaklega fjölskyldu minnar. Þá byrjaði ég að laumast með matinn minn.

Ég byrjaði að versla meir og meir af óhollum fæðutegundum eins og kexi til að eiga eitthvað gott handa „hinum“ í fjölskyldunni. Þegar ég kom heim úr vinnunni þá fór ég í þessar birgðir og át. Eftir kvöldmatinn var ég lengi að ganga frá til að geta laumast í þetta fæði og reyndi eins og ég gat að láta ekki skrjáfa svo fjölskyldan mín heyrði ekki hvað ég var að gera, því ég borðaði líka alltaf holla matinn minn þegar þau sáu til, nema hvað ég minnkaði grænmetisskammtinn því ég borðaði svo margt annað yfir daginn og vildi passa upp á caloríuskammtinn!!!

Með hverjum deginum sem leið versnaði þetta ástand. Ég var orðin pirruð og stressuð í vinnunni og keypti mér því súkkulaði dag eftir dag til að japla á þar. Ekki bara eitt stykki heldur pakka með 5 stykkjum í. Ég var farin að kaupa mér nokkrum sinnum á KFC í hádeginu (vildi ekki að fjölskyldan vissi af því). Þegar ég keyrði síðan heim kom ég við í búðinni og keypti stóra múffu og kókómjólk sem ég fór með út í bíl og át og skilaði síðan umbúðunum í ruslafötuna fyrir utan búðina. Ég var alltaf svöng þegar ég keyrði heim. Ekki eins svöng í kvöldmatnum og síðan svöng um kvöldið. Þá vaknaði ég líka stundum svöng og hef 2sinnum farið um nóttina og laumast í eitthvað. 

Alltaf hef ég haldið að daginn eftir næði ég tökum á þessu. En í hvert sinn sem mig hefur langaði í eitthvað hef ég líka talið mér trú um að það væri í lagi að fá smá. 

Hugsandi svona til baka þá átta ég mig á mistökum mínum. Ég hætti að viðurkenna vanmátt minn og lifði þess í stað í þessum vanmætti. Ég tók stjórnina í mínar eigin hendur vitandi innst inni að ég gæti ekki ráðið við það vald.

Ég hætti að mæta á fundi og rækta andlega þáttinn nema þá bara á yfirborðinu.

Líkamleg og andleg líðan var orðin skelfileg. Líkaminn mótmælti, þrútnaði út og mig verkjaði. Ég var orðin pirruð, fann allt öðrum til foráttu, kenndi öðrum um hluti sem misfórust, skammaðist í fólki. Ég reyndi að stjórna öllu og öllum í kringum mig, vildi ráða.

Ég skammaðist mín mikið og fannst ég vera að bregðast bæði sjálfri mér og fjölskyldu minni. Þrátt fyrir alla þessa líðan og vitneskju um hve vel mér hefði liðið í fráhaldi mínu þá gat ég ekki ein og sjálf ráðið við ástandið.

Grein sem birtist í Heilsan – janúar 1.tbl.2011

Lilja Guðrún Guðmundsdóttir hefur með aðstoð MFM Miðstöðvarinnar náð að koma lífsstílnum sínum í gott far og þakkar góðan árangur þeim stuðningi sem hún fékk hjá miðstöðinni. Hún var komin í mikla yfirþyngd og farin að fela fyrir manninum sínum sælgæti sem hún laumaðist svo til þess að borða þegar hann sá ekki til. Í dag starfar hún hjá MFM Miðstöðinni og segir meðferðina hafa bjargað lífi sínu þegar hún gekk á fund til þeirra. Heilsan ræddi við Lilju á dögunum um lífið, tilveruna og baráttu hennar við matarfíkn.

„Ég er með BA í uppeldis- og menntunarfræði og svo er ég búin með Ráðgjafaskóla Íslands (ráðgjöf í fíknum). Ég var svo heppin að fá vinnu hjá MFM Miðstöðinni fyrir ári síðan og hef verið að vinna þar á skrifstofunni og svo er ég líka að vinna í ráðgjöf með matarfíkn og átraskanir.“
Lilja stundar handavinnu, heklar, prjónar og málar og finnst það afar gefandi að skapa. Hún hefur einnig áhuga á útivist, líkamsrækt, hugleiðslu og elskar að lesa góðar bækur og vera með góðu fólki.
Hvenær heyrðir þú fyrst af MFM Miðstöðinni?
Ég sá viðtal við Esther Helgu hjá MFM í Vikunni fyrir nokkrum árum og var líka búin að sjá auglýsingar frá henni. Eins hafði ég velt fyrir mér 12 spora samtökum vegna matarfíknar. En svo benti mamma mér á þetta úrræði og ég pantaði tíma.
Hvenær og af hverju fórstu í meðferð hjá MFM Miðstöðinni?
Ég byrjaði í meðferð 10. maí 2008. Ég var búin að prófa svo mörg átök og megranir til að grennast og hafði orðið litla von um að mér myndi takast að verða einhvern tímann grönn. Ég ákvað að prófa einn mánuð hjá MFM Miðstöðinni og ætlaði að sjá svo til. Ég var búin að missa alla stjórn og var orðin 40 kílóum of þung. Ég var þar í hálft ár með góðum árangri.
Fannst þér það stórt skref að leita til þeirra?
Já, það var það. En þetta stóra skref varð mitt gæfuspor og bjargaði lífi mínu. Ég var hrædd um að þetta myndi ekki virka á mig en ég var orðin vonlaus yfir ástandi mínu.
Hvenær áttaðir þú þig á því að þú ættir við vandamál að stríða?
Ég áttaði mig á ástandinu þegar ég varð ólétt í lok árs 2005. Þá hafði ég verið í mjög stífu átaki og búin að taka af mér 20 kíló, verð svo ólétt og verð algjörlega hömlulaus í sætindunum. Þá áttaði ég mig á að ég hefði enga stjórn þegar nammi og skyndibitamatur voru annars vegar.
Finnst þér eitthvað ákveðið hafa orðið til þess að þú áttaðir þig á því ?
Nei, það er í raun ekkert eitt sem varð til þess. Ég var bara orðin svo þreytt á ástandinu mínu og andlega hliðin var ekki góð. Jólin 2007 var ég komin í þriggja stafa tölu og var jafn þung og þegar ég var komin 9 mánuði á leið og mér leið mjög illa. Þau jól borðaði ég mjög hömlulaust og hafði engan stjórn á mér. Ég man að ég hafði keypt konfekt fyrir jólin og ég held að það hafi verið alveg búið þegar jólin komu. Síðustu vikurnar áður enég fór í meðferð var ég farin að fela nammið mitt. Ég var orðin eins og sjúkur alkóhólisti. Ég sagði við manninn minn sem var að læra heima inni í herbergi að ég ætlaði í göngutúr. Labbaði út í sjoppu og keypti mér bland í poka, örugglega fyrir 500-1000 krónur, og fór svo heim. Ég passaði mig að láta ekki heyrast í pokanum og sniglaðist með hann inn í eldhús og setti nammið í skál, faldi pokann vel og vandlega í ruslinu og fór inn í stofu með skálina. Þar faldi ég hana undir púða og byrjaði að borða. Ég var alltaf að passa að maðurinn minn kæmi ekki fram og kláraði nammið á núll einni. Þetta gerði ég í marga daga áður en ég fór í meðferðina. Þarna sá ég hvað ástandið mitt var orðin veikt. Ég var farin að fela fíkn mína og í raun orðin mjög óheiðarleg við fólkið mitt.
Veistu hvernig þetta byrjaði hjá þér?
Ég held að ég hafi verið matar/sykurfíkill frá því að ég var barn. Ég var lítið fyrir mat sem barn/unglingur og frekar mikill gikkur. En allt sem var sætt var mitt. Ég man eftir að hafa stolið peningum þegar ég var 8-10 ára til þess að geta farið út í sjoppu og keypt nammi. Ég hef alltaf notað sykurinn til að deyfa mig og það byrjaði snemma. Ég var mikið í íþróttum og þegar gekk vel þá var fagnað með nammi eða skyndibitamat
og þegar gekk illa þá var líka notast við sykurinn og nammið. Ég notaði sykurinn og matinn til að deyfa mínar tilfinningar.
Hvernig hefur MFM Miðstöðin hjálpað þér?
MFM hefur bjargað lífi mínu. Ég hef eignast nýtt líf. Ég hef misst u.þ.b. 35-40 kíló síðan ég byrjaði en ég hef örugglega misst 200 kíló af sálinni. Ég get í raun sagt að ég sé ekki sama manneskjan og sú sem gekk hér inn í maí 2008. Þegar ég kom inn í miðstöðina var ég andlega búin á því. Megrunarhugsunarhátturinn var ennþá ríkjandi hjá mér. Hjá MFM var mælt með að taka út allan sykur, hveiti, ýmsar kornvörur og rjóma og ég var í daglegu sambandi við ráðgjafa. Ég fór svo að vinna með tilfinningahlutann. Ég þurfti að spyrja sjálfa mig að því frá hverju ég var að deyfa mig með ofátinu. Þetta var alveg nýtt fyrir mér því ég hafði ekki hugsað hlutina á þennan hátt. Í MFM komst ég að því að ég get ekki stjórnað matarvenjum mínum. Það að hitta svo fólk sem var að bögglast í því sama og ég var yndislegt en við vorum saman 8 manns og tengdumst sterkum böndum. Það að geta verið með fólki sem skilur mann er bara frábært. Það var hópfundur einu sinni í viku og þar var farið í verkefni til vinna með matarfíknina og til að efla mann og styrkja andlega. Ég hef komist í samband við sjálfa mig og tek þátt í lífinu. Ég er sátt við sjálfa mig og get staðið með mér og sett fólki mörk.
Þarftu ennþá að hugsa um hvað þú setur ofan í þig?
Ég hef áttað mig á að ég er með fíkn sem heitir matarfíkn og það er sjúkdómur sem verður alltaf til staðar í mér. Ég veit að ég get ekki fengið mér sykur eða aðra tengdar vörur. Ef ég geri það þá fer ég í hömluleysið og á þann stað sem ég var á þegar ég byrjaði. Það er bara í raun dauði og djöfull fyrir mér og ég er ekki búin að gleyma því hvernig ég var. Ég vel að vigta og mæla matinn minn og sleppa ákveðnum fæðutegundum því þær valda mér fíkn En ég tek bara einn dag í einu og þarf ekki ákveða nema bara það hvað ég ætla að borða á morgun. Þvílíkt frelsi sem það er!
Hvað hefur þú lært af þessari baráttu?
Ég hef lært að taka ábyrgð á sjálfri mér og að finna leið sem virkar. Ég var búin að prófa svo margt og var alltaf að gera það sama aftur og aftur því að nú átti það að virka. En það var aldrei að virka nema í stuttan tíma. Og niðurrifið á sjálfa mig eftir hvert átakið sem mistókst var alltaf að verða meira og meira. Ég skildi ekki af hverju mér tókst ekki að grennast eins „allir“ hinir og vá hvað mér fannst ég lélegur pappír.
En ég var alltaf að gera þetta ein. Það sem ég hef lært er að ég get þetta ekki ein, ég þarf stuðning og ég þarf að nota þau verkfæri sem eru til staðar, t.d. eins og 12 sporin og fundi. Ég þarf ekki að hugsa um megranir og átök og ég er búin að vera laus við það í tæp 3 ár. Ég er frjáls frá þráhyggju um mat og hvað ég eigi að borða, hvað sé hollt og hvað sé óhollt. Hvort ég eigi að fara í ræktina eða ekki, að á morgun hætti ég í sykrinum, eftir jólafrí, páskafrí og sumarfrí …   Ég hef fengið frið í sálina og er frjáls.
Er eitthvað sem þú vilt segja við aðrar konur eða aðra menn sem eru í sömu sporum og þú varst?

Það er von!

Ef ég get þetta þá getur þú þetta líka. Ég hvet þig til að stíga skrefið og prófa. Við erum að skerða lífsgæði okkar svo mikið. Við verðum að byrja á okkur sjálfum til þess að geta verið til staðar fyrir börnin okkar og fjölskyldu.

Hvað er heilsa fyrir þér?
 Heilsa fyrir mér er andleg, huglæg og líkamleg. Heilsa er að líða vel í eigin skinni hvort sem maður er 5 eða 10 kílóum of þungur. Það þarf að rækta alla þessa hluti, líka andlegu hliðina og þá huglægu en ekki bara líkamlega hlutann. Við erum með tilfinningar og þurfum að sinna þeim ásamt því að skoða hugsanir okkar, því að hugsanir okkar stjórna okkur á svo margan hátt.
Lumar þú á góðum ráðum fyrir lesendur Heilsunnar?
Það sem ég reyni að tileinka mér með mína heilsu er að borða góðan mat, fara í hugleiðslu og tengjast sjálfri mér. Vera með hugann í deginum í dag. Góður svefn gerir alltaf gæfu mun og ekki gleyma að njóta þess að hreyfa sig. Taka einn dag í einu. En eins og með margt þá virkar þessi hlutir ef maður stundar þá, annars ekki.
 „Ég hef fengið frið í sálina og er frjáls.“

Játningar matarfíkils – fallsaga

Ég er búin að berjast við aukakíló og brenglaða líkamsímynd síðan snemma á unglingsárum og hef verið með allar gerðir átraskanna sem byrjuðu á svipuðum tíma. Ég náði að halda mér í kjörþyngd í nokkur ár í menntaskóla en þá æfði ég eins og atvinnu íþróttamaður ásamt því að svelta mig, kasta upp, telja kaloríur, reikna prótein og drekka máltíðardrykki á víxl við átköstin mín. Líklegast er ég búin að vera matarfíkill alla ævi því ein af fyrstu minningunum mínum er þegar ég er að hlaupa á klósettið til að æla eftir að hafa borðað yfir mig ca 3 ára gömul.

Ég byrjaði í fráhaldi aðallega til að grenna mig. Ég fann MFM miðstöðina á netinu og las yfir skimunarlistann fyrir matarfíkla og var ansi ánægð þegar ég komst að því að 19 af 20 atriðum áttu við um mig. Það eina sem vantaði uppá var að læknarnir mínir væru búnir að gefast uppá mér sem stafar auðvitað að því að átraskanirnar mínar hafa gert að verkum að ég hef í mesta lagi farið 20 kg yfir kjörþyngd. Þessi skimun gladdi mig þar sem fráhald hlyti þá að hjálpa mér að grennast fyrst að ég var með svona mörg einkenni matarfíkils. Ég ákvað því að skrá mig í meðferð hjá MFM miðstöðinni en var mjög treg til að gefa upp ýmsa hluti og vildi bara skuldbinda mig í mánuð til að byrja með. Mér leið síðan ágætlega í fráhaldinu og ákvað að vera lengur og eftir 2 mánuði var ég búin að missa 10 kg. Ég var himinlifandi með árangurinn en ennþá ekki sannfærð um að ég þyrfti að halda áfram að vera í fráhaldi til að halda áfram að líða svona vel líkamlega og andlega. Ég var ennþá viss um það að ef ég kæmist bara í kjörþyngd þá yrði allt gott aftur og ég gæti borðað allt sem ég vildi í hófi.

Mín fallbraut byrjaði síðan þegar ég þurfti að skipuleggja barnaafmæli fyrir dóttur mína. Ég var alveg viss um að það yrði ekkert mál en eftir sem nær dró afmælinu hennar þá varð ég meira og meira stressuð yfir bakstrinum. Það endaði með að ég bað um hjálp við hluta af bakstrinum og keypti smákökur en þurfti sjálf að búa til brauðrétt og baka súkkulaðiköku. Afmælið gekk vel en dagarnir á eftir voru rosalega erfiðir. Ég var ánægð með árangurinn en ekki viss um að ég þyrfti að vera í fráhaldi. Afgangarnir heima eftir afmælið pirruðu mig og ég var alveg viss um að ég gæti fengið mér súkkulaðiköku og haldið svo bara áfram að vigta og mæla matinn minn eftir það. Það eina sem hindraði mig í fallinu var að mamma mín var í heimsókn og ég vildi ekki virðast veikgeðja fyrir framan hana. Skapið batnaði samt ekki og ég fann að það var ekki aftur snúið, þetta myndi óumflýjanlega enda í falli. Ég var meira segja búin að hugsa um hvernig mér myndi finnast það að falla og ég vissi um gott og duglegt fólk sem hafði fallið og staðið upp aftur svo ég hélt að það hlyti að vera ekkert mál að fá sér aðeins og byrja svo bara aftur í fráhaldi. Það eina sem hélt aftur af mér þegar hingað var komið voru uppsöfnuðu dagarnir mínir en ég var ný byrjuð í GSA og hugsaði að það væru hvort eð er bara þeir sem myndu telja svo þetta væri bara allt í lagi. Ég gerði s.s. allt sem í mínu valdi stóð til að réttlæta fall fyrir sjálfri mér.

Að kvöldi til á degi 65 fór maðurinn minn óvænt út úr húsi og ég greip það tækifærið til að falla og fá að ,,njóta“ kolvetna í friði. Ég greip það fyrsta sem ég fann sem var opinn Pringles baukur sem maðurinn minn átti inní skáp. Það furðaði mig hvað fyrsti bitinn var auðveldur. Ég hikaði ekki einu sinni, enda búin að skipuleggja þetta til þaula í hausnum á mér. Ég hringdi og pantaði pizzu en í staðin fyrir að panta bara pizzu eins og við gerðum oft fyrir fráhaldið þá pantaði ég líka hvítlauksbrauð, franskar og vorrúllur. Á meðan að ég beið eftir heimsendingunni þá sauð ég mér makkarónur og settir smjör og tómatsósu útá. Ég borðaði snakk, súkkulaðikex, M&M, piparkökur og kókóstoppa og fékk mér kakó og sykurkók. Ég fékk mér líka tvo cidera, ekki vegna þess að mig langaði í þá heldur einungis af því að áfengi var ekki leyft í fráhaldinu. Þegar pizzan kom var ég nánast södd af hinu gromsinu en borðaði samt stóran hluta af pizzunni og meðlætinu og ældi síðan einu sinni eða tvisvar en hélt samt áfram að borða eftir að ég var búin að jafna mig. Ég var ákveðin að ég myndi byrja í fráhaldi aftur daginn eftir, aðallega af hræðslu við að fitna aftur, þannig að ég ætlaði sko að borða fyrir allan peninginn fyrst ég var að þessu á annað borð. Ég tilkynnti síðan fall áður en ég fór að sofa til stuðningsaðilans míns í MFM og GSA. Daginn eftir byrjaði ég aftur á degi 1.

Dagarnir eftir fall voru furðu auðveldir sem sannfærði mig ennþá meira að ég þyrfti sko ekkert að vera í svona stífu fráhaldi. Ég gæti alveg notað þetta bara til að koma mér í kjörþyngd og síðan lært að borða í hófi eins og eðlileg manneskja. Uppúr því fór ég að rugla aðeins með matinn minn, ég breytti ekkert skömmtunum en hætti að tilkynna breytingar og gaf skít í það þó að tímasetningarnar færu eitthvað í rugl. Það truflaði mig líka að ég mátti ekki drekka áfengi. Áfengisneyslan mín fyrir fráhaldið var fyllerí ca einu sinni á ári og stöku cider, bjór eða vínglas þar á milli. Ég var því í raun ekki að missa af miklu en var samt búin að bíta það í mig að það væri vandamál að mega ekki drekka. Ég ákvað því rúmlega viku eftir fallið mitt, þegar mér var boðið í partý á föstudagskvöldi, að ég ætlaði að fá mér bjór og sjá hvort að ég gæti ekki alveg drukkið án þess að borða. Ég ruglaði eitthvað með matarskammtinn minn um kvöldið og minnkaði hann til að eiga inni kaloríur fyrir bjórnum. Ég endaði á að drekka fullt af bjóri og víni og varð haugadrukkin en fékk mér samt ,,bara“ eina karamellu sem ég fann oní skúffu í skrifborðinu hans mannsins míns og var síðan ótrúlega stolt af mér yfir þessu. Daginn eftir var ég rosalega þunn og missti af morgunmatnum mínum þar sem ég svaf langt framyfir hádegi. Ég var í nokkra klukkutíma að reyna koma hádegismatnum oní mig en fannst það samt ekki vera neitt mál. Um kvöldið þá ákvað ég að fá mér piparkökur á meðan að ég var að elda kvöldmatinn. Ég fékk mér fjórar piparkökur og var rosalega ánægð með sjálfa mig að geta hætt eftir fjórara og borðað bara kvöldmatinn minn.

Á sunnudagskvöldinu, tveimur dögum eftir partýið, þá fékk ég mér aftur piparkökur á meðan að ég eldaði matinn minn en þá dugðu ekki fjórar. Fjórar breyttust í átta sem breyttust í sextán og allt í einu langaði mig ekkert í fiskinn og grænmetið sem ég var búin að elda mér. Ég réði bara engan vegin við mig og varð bara að fá sykur og kolvetni. Það eina sem var til heima var eitthvað súkkulaðiálegg sem ég borðaði með skeið og fékk mér síðan hrísmjólk sem ég borðaði á meðan að ég hugsaði út minn næsta leik. Ég var svekkt yfir því að hafa ekkert fengið neitt nammi í síðasta falli svo ég ákvað að fara í búð að kaupa nammi en það var sunnudagskvöld og allt lokað þar sem ég á heima. Eina leiðin var að fara í 20 mín lestarferð niður í Miðbæ til að komast í búð sem væri opin á sunnudagskvöldi. Maðurinn minn og dóttir mín voru farin að sofa svo það var ekkert sem hindraði mig. Fyrst hljóp ég út og rétt missti ég af lestinni og fór þá heim aftur því það voru 10 mín í næstu lest. Þegar ég var að hlaupa út til að ná næstu lest þá ákvað ég að taka með mér tösku til að geyma allt nammið í sem ég ætlaði að kaupa niðri í bæ. Ég var því aðeins of sein út og missti af lestinni aftur og þá voru 20 mín í næstu lest. Ég fór því heim aftur til að leita á netinu hvort að það væri engin búð opin í hverfinu sem ég gæti hjólað í. Þetta var seint í nóvember og allt á kafi í snjó en ég var samt meira en tilbúin að leggja það á mig að hjóla einhverja vegalengd til að kaupa nammi. Ég borðaði meiri piparkökur á meðan að ég leitaði á netinu en tíminn leið hratt og allt í einu var komið að næstu lest svo ég dreif mig út aftur og rétt náði þriðju lestinni niður í bæ. Þar hoppaði ég út á fysta stað sem ég vissi að væri opin búð og birgði mig algjörlega upp. Ég keypti allt sem mig hugsanlega langaði í og meira til Ég endaði með einhverja 10 mismunandi nammipoka, 2 snakkpoka, rúllutertu, frauðbollur, konfekt, lakkrísstangir og á kassanum bætti ég meira segja við karamellusúkkulaði eftir að afgreiðsludaman var búin að skanna allt og segja mér verðið. Afgreiðsludaman var soldið vel í holdum en horfði samt á mig eins og ég væri algjört átvagl sem og ég líka var. Ég varð að kaupa burðarpoka undir öll herlegheitin því það var ekki séns að koma þessu í töskuna sem ég hafði tekið með mér. Ég labbaði síðan með þennan poka út á lestarstöð og beið þar eftir næstu lest niður í bæ svo að ég gæti farið á McDonald´s. Á meðan að ég beið eftir lestinni þá opnaði ég hvern nammipokann á fætur öðrum og tróð í mig eins og ég gat og beið alltaf eftir sykurkikkinu sem kom aldrei. Í staðin varð ég bara södd nánast strax, mér varð óglatt og ég byrjaði að titra í öllum líkamanum eins og það hefði verið eitrað fyrir mér. Þrátt fyrir þessi viðbrögð þá fór ég samt á McDonald´s og keypti mér hamborgara, franskar, chilli ostatoppa, sykurkók og McFlurry. Þessu tróð ég svo í mig ein á borði með meirihlutann af namminu og snakkinu í poka við hliðiná mér. Þegar kom að ísnum þá var ég komin með svo rosalega í magann að ég kom ekki oní mig nema einum eða tveimur skeiðum. Þarna sat ég og hugsaði hvað ég ætti að gera næst en var þá löngu búin að gera mér grein fyrir að mitt vandamál væri stærri heldur en bara nokkur aukakíló. Ég var búin að gera mér grein fyrir að ég myndi ekki hafa stjórn á átköstunum mínum hvort sem ég væri í kjörþyngd eða ekki og ég vissi þarna að eina leiðin fyrir mig til að ná bata væri að vera í fráhaldi frá sykri og kolvetnum. Þrátt fyrir þessa vitneskju þá var botninum samt ekki náð því ég gat ekki farið heim fyrir magapínu. Ég fór því inn á klósett á McDonald´s í miðbænum til að skila öllum herlegheitunum svo að ég gæti komið mér í lestina heim. Ég fór svo niður á lestarstöð og ákvað að skilja nammipokann eftir niðri í bæ til að ég myndi ekki freistast til að halda átinu áfram eftir að ég væri komin heim. Ég skildi hann því eftir við hliðiná lyftu á lestarstöðinni og ég vona að einhver róni hafi fundið hann og getað haldið smá veislu. Þegar það voru 3 mínútur í lestina mína fattaði ég að ég væri orðin húfu og trefilslaus. Ég var viss um að ég hefði gleymt þeim inni á McDonald´s og hljóp því upp af lestarstöðinni aftur. Ég leitaði eins og óð inni á McDonald´s en fann ekkert og rétt náði lestinni þegar ég kom niður á lestarstöðina aftur. Þá fékk ég þá flugu í hausinn á mér að ég hefði gleymt þeim í lestinni fyrr um kvöldið og brunaði í gegnum alla lestina ef ske kynni að ég hefði lent í sömu lest aftur. Þegar ég var komin í gegnum nánast alla lestina kallaði einhver nafnið mitt en það var bekkjarsystir mín sem vildi endilega spjalla við mig. Ég var lafmóð og ný búin að troða í mig fullt af skyndibita, nammi og snakki og búin að skila því aftur á klósetti á McDonald´s í miðbænum. Þar hafði ekki verið neinn spegill svo ég vissi ekkert hvernig ég liti út, hvort að ég væri með maskara langt niður á kinn eða lyktaði af ælu. Ég náði samt að feika mig þokkalega í gegnum þetta samtal þó að ég muni ekkert hvað við töluðum um, en ég þakkaði allavega guði fyrir að ég hafði skilið innkaupapokann eftir á lestarstöðinni. Þegar ég kom heim fann ég síðan húfuna og trefilinn við útidyrahurðina. Ég hafði þá verið of upptekin við að ná lestinni niður í bæ til að kaupa mér nammi þannig að ég vissi ekki einu sinni hvort að ég hefði verið almennilega klædd eða ekki.

Ég tilkynnti strax fall aftur en á allt öðrum forsendum en eftir fyrra fallið. Eins og ég skrifaði hér að ofan þá byrjaði ég upphaflega í fráhaldi til að grenna mig en komst að því í ferlinu að ég er matarfíkill og hömlulaus ofæta með alvarlegar átraskanir. Eftir að hafa áttað mig á því einu sinni og viðurkennt það fyrir sjálfri mér og minum nánustu þá get ég ekki farið aftur í sama farið. Það er eins og hulu hafi verið svipt af augum mínum og núna er ekki aftur snúið. Ég tók fráhaldinu ekki alvarlega frá byrjun og hélt að það væri ekkert mál að falla og byrja svo bara aftur. Sannleikurinn er sá að það var mér mun erfiðara að standa upp eftir fall heldur en að byrja í fráhaldinu á frysta degi. Fíkillinn er lævís og reynir allt sem hann getur til að plata mig og ná stjórn á aðstæðunum og það eina sem þaggar niður í honum er að fjarlægja fíkniefnin hans sem í mínu tilviki er allar gerðir sykurs og kolvetnis. Ég var líka of lin gagnvart ytri aðstæðum frá byrjun. Af því að ég tók þessu ekki alvarlega þá gerði maðurinn minn það ekki heldur og það var oft til alls konar matur hérna heima sem ég er mjög vanmáttug gagnvart. Ég lét eins og það hefði engin áhrif á mig en í raun og veru þá átti það stóran hlut í því að ég byrjaði að finna fyrir löngun í kolvetni og sykur aftur. Mér finnst ekkert gaman að vera svona en það breytir hins vegar ekki staðreyndunum og það verð ég að muna á hverjum degi. Fyrir mig er ekki nóg að vigta og mæla máltíðirnar mínar því ef ég leyfi mér að gleyma því að ég er matarfíkill þá finnur fíkillinn sér leið til að plata mig á ný. Ég skrifa því þessa fallsögu til að hjálpa mér að muna þegar þetta verður orðið fjarlægt minni og vona að fallsaga mín nýtist einhverjum öðrum líka að vinna að sínum bata.