ER GRÆÐGI OG FÍKN ÞAÐ SAMA? SIÐFERÐISBRESTUR EÐA HEILBRIGÐISVANDI?

Þegar át- og þyngdarvandi verður heilbrigðisvandi!
Átt þú við át- og þyngdarvanda að stríða?Borðar þú til að líða betur?
Hefur þú glímt við heilsubrest vegna afleiðinga át- og þyngdarvanda?
Heldur þú átinu áfram þrátt fyrir afleiðingarnar og einlægan vilja til að
breyta?
ER ÁT OG MATUR LAUSN VIÐ STREITU OG TILFINNGALEGU ÓJAFNVÆGI,  OG HEFUR VALDIÐ ÞÉR ÞYNGDAR-ÓJAFNVÆGI, HEILSUBRESTI OG ANDLEGRI VANLÍÐAN!

Hefur þú náð árangri, en misst hann og endað á verri stað en áður.

Þá gætir þú glímt við sjúkdóm sem er bæði líffræðilegur heilbrigðisvandi, en ekki síst huglægur og tilfinningalegur vandi, sem krefst ákveðinnar  meðferðar.
Fyrsta skref er skimun og greining á vandanum; hana færðu hjá MFM miðstöðinni.   
Annað skref er meðferð sem tekur bæði á líffræðilega og tilfinningalega vandanum;  þessa meðferð færðu einnig hjá MFM miðstöðinni.

Þessar meðferðir eru einstaklingsmiðaðar og byggja á þaulreyndum meðferðaleiðum fyrir þá sem glíma við fíknivanda.
NÆSTA MEÐFERÐARNÁMSKEIÐ HEFST 1. Maí OG LÝKUR 30. Maí.

Þetta námskeið nýtist bæði þeim sem eru að hefja fráhald í fyrsta sinn og þeim sem vilja styrkja fráhald eða hefja það á ný.

Linkur fyrir greinigarviðtöl og viðtöl 

Linkur fyrir endurkomufólk
Hafa samband
ÞAÐ SEM ER FRAMUNDAN
MAÍ
Nýtt framhaldsnámskeið hefur göngu sína.

NÁMSKEIÐ MEÐ DR. MARTY LERNER SÁLFRÆÐINGI OG SÉRFRÆÐINGI ÍMEÐFERÐUM VIÐ ÁTRÖSKUNUM OG MATARFÍKN. (Frestast fram í Október 2019)
ÁGÚST
FYRIRHUGUÐ 5 DAGA INNLÖGN. (NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR)

Gleðilega hátíð og bestu kveðjur um spennandi nýtt fráhaldsár!

Kæri móttakandi það eru næstum 13 ár síðan ég stofnaði MFM miðstöðina og hóf meðferðir við sykur og matarfíkn.
Ég hafði sjálf eignast nýtt líf og nýjan styrk með fráhaldi og prógrammi sem gaf mér frelsi frá löngun í át og mat sem ég hafði alls ekki getað neitað mér um áður.
8. febrúar 2003 hóf ég þessa vegferð með fráhaldi frá viðbættum sykri og sterkju og leiðbeinandi reglum um hvernig ég haga máltíðum mínum og mataræði.  Síðan þá hef ég eignast andlega og líkamlega heilsu og lífsgæði sem hafa farið fram úr mínum glæstustu vonum.

  • ÉG hef tekið eftir að margir telja að það sé hamlandi og tákn um veikleika að sinna fráhaldi og prógrammi sem styrkir slíkan lífstíl.
  • Að það sé nú ekki hægt að neita sér um allt nammið og góða matinn sem er allsstaðar í boði og á öllum tímum sólarhrings.
  • Að við eigum bágt að ÞURFA að neita okkur um þessa bita.
  • Raunveruleikinn er hinsvegar sá að við sem stígum inn í slíkan lífstíl eignumst styrk og stjórn á lífi okkar og heilsu, andlegri og líkamlegri, sem aldrei fyrr.
  • Við fáum loks að borða fylli okkar og njóta matar sem er heilnæmur og bragðgóður og stuðlar að jöfnum blóðsykri.
  • Heilsuvandi sem þáttakendur hafa vitnað um að breytist við fráhald:  Bólgur og bjúgur hjaðna, sykursýkiseinkenni hverfa, frjósemi eykst, þunglyndiseinkenni minnka og jafnvel hverfa, verkir minnka og jafnvel hverfa, melting lagast og andleg líðan styrkist og tilfinning um vellíðan og gleði vex.
  • Við eignumst frelsi frá ánauð og vanmætti og eignumst bókstaflega nýtt líf.
Jólakveðjur frá fráhalds-jólasveininum Esther Helgu

30 DAGA AFVÖTNUN Á SYKUR OG STERKJU Í NÓVEMBER!

Framundan er 5 dag innlagnarnámskeið í Hlíðardalsskóla 26-31 október og síðan 30 daga afvötnun í nóbember sem hefs 10.11.  leitaðu upplýsinga!

Hér er viðtal í síðdegisútvarpi Bylgjunnar:

Hér er viðtal við Esther Helgu í Smartland:

30 DAGA AFVÖTNUN Í SEPTEMBER;
4 vikna námskeið fyrir þá sem glíma við ofáts- og þyngdarvanda.

5 DAGA INNLÖGN 26-31. október 2018.

Vikulegir hóptímar fyrir framhald og endurkomufólk. 

Síðasta námskeið fyrir sumarfrí!

Næsta NÝTT LÍF 3vikna meðferðarnámskeið vegna ofáts- og þyngdarvanda hefst 08.06. til 26.6. 2018.

3 vikna námskeiðið hefst með helgarnámskeiði og síðan tekur við daglegur stuðningur við prógrammið í gegnum net og síma og vikulegir stuðningsfundir.
Innifalið í helgarnámskeiði; 4 máltíðir og matreiðslunámskeið.
Námskeiðs hóptímar 26 klst. og haldið í Síðumúla 33, önnur hæð.
Föstudagur 08.06. kl. 16-20
Laugardagur 09.06. kl. 09-16 (haldið í Einarshöfn á Eyrarbakka)
Sunnudagur 10.06. kl. 09-16
Þriðjudagur 12.06. kl. 16.30-18.30
Þriðjudagur 19.06. kl. 16.30-18.30
Þriðjudagur 26.06. kl. 16.30-18.30

Gögn:
Mappa 1 með matarprógrammi, leiðbeiningum og uppskriftum.
Mappa 2 með meðferðarverkefnum.
Stilabók.

Verð:
Kr. 67.000 (10% staðgreiðsluafsláttur, 10% og afsl. fyrir öryrkja og skólafólk,
kr. 60.300,-, allt að 3 mánaða léttgreiðsludreifing, stéttafélög taka þátt í kostnaði).

INFACT Fjölþjóðlegur skóli sem kennir matarfíkniráðgjöf!

Sæl og gleðilegt nýtt ár!

Það er tvennt sem mig langar til að hvetja ykkur til að skoða:

Stórkostleg gjöf fyrir þig og tækifæri sem ekki býðst oft hér á landi!
5 daga innlagnarmeðferð 11-16.febrúar 2018, með Phil Werdell og Esther Helgu.

Þessa daga færðu tækifæri á að skoða stöðu þína og hefja nýtt líf með eldmóði fyrir sjálfri/um þér sem endist!
Áhugasamir setji sig í samband við esther@mfm.is eða 568-3868.

Hitt er INFACT;  alþjóðlegur skóli 7 sérfræðinga sem kenna matarfíkniráðgjöf.

Þetta nám er fyrir fagfólk, en ekki síður sem meðferðarleið fyrir þig sjálfa/n, þegar þú glímir við endurtekinn vanda með át- og þyngd.

Námið hefst laugardaginn 27.1.2018.  leitaðu upplýsinga hjá: esther@mfm.is eða 699 2676. www.infact.is

Gleðilega jól og hamingjuríkt nýtt fráhaldsár!

Bestu kveðjur um frábær jól og áramót til allra sem kíkja á síðuna.

Á nýju ári heldur MFM miðstöðin áfram að halda úti meðferðum vegna matarfíknar og átraskana.

Framhaldsmeðferðarhópar  eru á dagskrá:
http://www.matarfikn.is/thjonusta/framhald/

Nýtt líf námskeið fyrir byrjendur:
http://www.matarfikn.is/thjonusta/fyrir-nylida/

5 daga innlagnarmeðferð verður haldin 11-16 febrúar 2018 í Hlíðardalsskóla, Ölfusi.
http://www.matarfikn.is/thjonusta/innlagnarmedferd-2018/

 

Jólin, aðventan, fráhaldslíf og framhaldslíf!

Jólin, aðventan, fráhaldslíf og framhaldslíf!

Þessi tími sem er framundan er mörgum erfiður.
Ýmsir helgisiðir eru viðhafðir og ekki síst varðandi neyslu á mat og drykk.

Á þessum tíma getur verið gott að byggja upp andlega styrkinn sinn til að takast á við þetta áreiti og sækja sér stuðning með öðrum sem þekkja stjórnleysið sem kemur þegar viðkomandi nær ekki að sleppa fyrsta bitanum.
En það er einmitt málið, að borða og drekka ekki fyrsta bitann eða sopann.

Hvað er það sem gefur mér styrk til að segja „nei takk“ ?
Hvað er það sem veldur líðaninni sem segir „skítt með það“  ég fæ mér bara?

Hvaða tilfinningar og líðan eru undirliggjandi og valda þessum „vanmætti“ til að gera það sem við einlæglega viljum geta gert, sem er að borða það sem er rétt fyrir okkur, að sinna okkur tilfinningalega og andlega.
Þessa hluti erum við að skoða og sinna í MFM meðferðarvinnunni.

Vikulegar stuðningsgrúppur eru í gangi og næsta 5 vikna byrjendanámskeið hefst 12 janúar n.k.

Bestu kveðjur um andlegan styrk til að segja „nei takk“  við  fíkniefninu okkar!

 

Jólin eru framundan!

Næsta námskeið fyrir þá sem vilja komast í fráhald hefst  föstudaginn 10.11.17.http://www.matarfikn.is/thjonusta/fyrir-nylida/

Nýr framhaldshópur er að myndast og verður á mánudögum kl.  16.30-18.30.
Endilega leitið upplýsinga um starfið hjá okkur í MFM miðstöðinni.

Meðferðarvinna við matarfíkn breytir lífi fólks!