HALLÓ HALLÓ  nú fer hver að verða síðastur að skrá sig!  Það er enn laust n.k. laugardag 26.11.16.  Dagsnámskeið sem hjálpar þeim sem vilja komast aftur í fráhald og styrkir fráhaldsstoðir þeirra sem eru nú þegar í fráhaldi.
MATARFRELSI – AÐVENTA OG JÓL Í FRÁHALDI
Styrkjum fráhaldsstoðir eða komumst aftur í fráhald fyrir jólin með heimsókn í Batahús Estherar Helgu á Eyrarbakka.
Laugardagur 26.11.16. kl. 9-19.
Við tökum daginn snemma, eldum og borðum jólafráhaldsmat og styrkjum fráhaldsrammann.  Kikjum á rætur vandans með styrkjandi grúppuvinnu, slökun og dáleiðslu og förum heim með von og styrk í hjarta.
Hámark 6 þátttakendur:  Verð kr. 25.000. (Innifalið;  morgun-hádegis- og kvöldmatur, uppskriftir og hamingja í kaupbæti).
Minni á stuðningshópana sem verða í gangi i desember fyrir þá sem finna að þeir gætu haft gott að aukastuðningi.
Áhugasamir hafi samband:  esther@mfm.is  eða í síma 568-3868/699-2676.