Neyslutími framundan!

Desember stuðningur hjá MFM
Framundan er jólatíðin með allri sinni neyslu.
Við sem erum í sykur og sterkjulausa liðinu erum naglar því áreitið getur verið mikið!
Alveg eins og það að hætta að nota tóbak og áfengi þykir nú alveg sjálfsagður hlutur, þá er skaðsemi sykur og sterkju það mikil að fólk er almennt farið að gera sér grein fyrir skaðseminni.

Málið er að við getum mörg okkar ekki borðað þessar fæðutegundir bara stundum, þá tendrast einhver óútskýranleg löngun í meira sem við ráðum ekki við.
Viljastyrkurinn virkar þá ekki og við þurfum stuðningsnet til að styrkja okkur í viðleitni okkar.
Desember stuðningur hjá MFM getur verið að taka þátt í vikulegum stuðningshópi eða koma í viðtöl.  Einnig er fyrirhugað að setja upp fundi eftir þörfum á skype eða zoom fjarfundabúnaði.  Áhugasamir verið í bandi :=)  með baráttukveðjum Esther Helga

Rannsóknir sýna að viljastyrkur virkar ekki í baráttunni við át og þyngdarvanda!

Vilt þú læra hvað virkar?
Ég sjálf og þúsundir um allan heim hafa fundið lausn sem virkar.  Þú nærð eðlilegri þyngd og eignast frelsi fyrir stjórnleysi í áti og þyngd.

Vilt þú eignast lausn?

Nýtt 5 vikna byrjendanámskeið að hefjast með helgarnámskeiði föstudaginn 14.10.
Nánari upplýsingar undir Þjónusta:  Fyrir nýliða.