AF HVERJU MEÐFERÐ VIÐ MATARFÍKN?

AF HVERJU MEÐFERÐ VIÐ MATARFÍKN?
Það eru margar mítur varðandi sykur-og matarfíkn.
Margir telja t.d. að ef þú borðar heilsufæði og stundar líkamsrækt þá lækni það vandann, að borða í hófi og einfaldlega hætta að borða sykur sé málið.
Svo eru það aðrir sem telja að ef við vinnum úr öllum fortíðarvanda og tökum á áföllum og ofbeldi þá getum við við farið að borða skynsamlega og náum eðlilegu sambandi við át og þyngd.
Það er skemmst frá því að segja að já allt sem áður er upp talið virkar.
Fái hinsvegar einstaklingur sem glímir við sykur- eða matarfíkn ekki sérhæfðar upplýsingar, stuðning og leiðbeiningar um það sem er forsenda fyrir bata við þessum sjúkdómi er viðleitni hans dæmd til að vera timabundin í best falli.

ER MATARFÍKN SJÚKDÓMUR?
Gríðarlegt safn rannsókna sýnir fram á að matur, sérlega sykur, sterkja, fita og salt hafi sömu áhrif á heila- og taugaboðefnaörvun og vímuefni á borð við nikótín, áfengi, kókaín ofl.  Þau geti því myndað sömu stjórnlausu hegðunina og hjá þeim sem ánetjast þeim efnum.
HVAÐ ER ÞAÐ ÞÁ SEM SYKUR OG MATARFÍKILL ÞARF ÞÁ HJÁLP MEÐ?
Í allri meðferð þar sem fíknefni eru vandinn er byrjað á afeitrun.  Það þýðir að einstaklingur í meðferð fær aðstoð við að taka út efnin sem valda ílöngun(craving).  Þessi vandi hefur ekki með hugarfar eða persónuleika að gera heldur eiga sér stað líffræðileg viðbrögð í líkama og heila viðkomandi sem valda stjórnleysi.  Maturinn kallar og einstaklingurinn hefur ekki val um annað en að fá sér.
Einnig er ljóst að margir sem glíma við þennan vanda hafa ekki skynbragð á skammtastærðir og geta þurft aðstoð og leiðir til að setja upp fjölda máltíða og jafnvel vigta og mæla matinn sinn.
Það sem skiptir einnig sköpum í meðferð við sykur- og matarfíkn er mikill stuðningur, jafnvel daglegur.
Reynsla þeirra sem sinna meðferðum fyrir sykur- og matarfíkn sýnir að þeir sem leita sér aðstoðar í meðferð og finna sér stuðningskerfi á borð við 12 spora samtök eru þeir sem ná langtímaárangri.

MFM miðstöðin fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og vel á 3 þúsund heimsóknir til stöðvarinnar á þessum tíma.
Mikill fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf með réttri aðstoð, leiðbeiningum og stuðningi hjá MFM miðstöðinni og þeim 12 spora samtökum fyrir matarfíkla sem starfa hér á landi. (oa.is og gsa.is)

5 VIKN MEÐFERÐARNÁMSKEIÐ VIÐ ÁT- OG ÞYNGDARVANDA SEM BYGGIR Á GREININGU Á SYKUR/MATARFÍKN OG ÁTRÖSKUNUM HEFST MEÐ HELGARNÁMSKEIÐI FÖSTUDAGINN 14.10.16.
NÝR STUÐNINGS- OG MEÐFERÐARHÓPUR FYRIR ENDURKOMUFÓLK HEFUR GÖNGU SÍNA Á MÁNUDÖGUM KL. 16.30-18.30 Í BYRJUN OKTÓBER.

ÁHUGASAMIR HAFI SAMBAND VIÐ esther@mfm.is eða í síma 568-3868.