Gleðilegar hátíðir

Kæri móttakandi ég óska þér gleðilegra hátíða og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Mikil gróska hefur verið í starfi MFM miðstöðvarinnar bæði í byrjenda- og framhaldsnámskeiðum og samtals- og dáleiðslumeðferðirnar njóta sívaxandi vinsælda.

Stæsti viðburður ársins var þó sameining MFM miðstöðvarinnar með Lausninni fjölskyldumiðstöð og flutningur fyrirtækjanna í nýjar höfuðstöðvar að Hlíðasmára 14, Kópavogi.
Lausnin er fjölþætt ráðgjafaþjónusta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki og aðaláherslur miðstöðvarinnar eru:
Meðvirkni – Fíknir – Sambönd – Samskipti – Sjálfstyrking

Námskeið hjá Lausninni:
Kjörþyngd, hvað þarf til?  Mánudagur 25.01.16 kl. 19-22 (Upplýsingar og skráning á www.lausnin.is)
Sjálfsdáleiðsla við streitu, ótta og kvíða:  Mánudagur 15.02.16. 19.30-22 (Upplýsingar og skráning á www.lausnin.is)

Meðferðir hjá MFM miðstöðinni:
Næstu 5 vikna byrjendanámskeið eru fyrirhuguð og haldin í Hlíðasmára 14, Kóp. nema annað sé tekið fram.:  05.02.16. – 19.02.16.(Hvammstangi) – 04.03.16. – 08.04.16. – 13,05,16, (sjá nánar á www.matarfikn.is)

Framhaldshópar fyrir endurkomufólk hefjast í byrjun janúar og febrúar. (Vinsamlega leitið upplýsinga)

Einstaklingsviðtöl og dáleiðslumeðferðir eru skv. umtali.

Verið velkomin til okkar á nýju ári, þínu sigurári!
Kær kveðja
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.
Meistari í stjórnun í heilbrigðisþjónustu,
Ráðgjöf og meðferðir vegna át- og matarfíknar,
dáleiðslumeðferðir.  Formaður Matarheilla,
situr í stjórn Food Addiction Institute

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hringið í síma 568 3868/699-2676 eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is

Hlíðasmára 14 
201, Kópavogi
S. 568-3868/699-2676
www.matarfikn.is
www.lausnin.is  
matarfikn@matarfikn.is