Jólakveðjur!

Kæru vinir!  Starfsfólk MFM miðstöðvarinnar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða!
Esther Helga, Lilja Guðrún og Agnes Þóra

Næstu meðferðarnámskeið veturinn 2013

Meðferðir hjá MFM miðstöðinni veturinn 2013

Fyrsta skrefið er að koma í einstaklingsviðtal.

Næsta 12 vikna meðferðarnámskeið hefst 08.01.2013

Undirbúningsfundur mánudaginn 8. janúar  kl 17 -18:30

Föstudagurinn 11 janúar  frá kl 17-20   ( kvöldmatur innifalinn)

Laugardagurinn 12. janúar  frá kl 10 – 16 ( hádegismatur innifalinn)

Sunnudagurinn 13. janúar  frá kl 10-14  ( hádegismatur innifalinn )

12 vikna meðferðarnámskeið hefst 28.01.13. 

Undirbúningsfundur mánudagurinn 28.janúar kl 17 -18:30

Föstudagurinn 1. febrúar  frá kl 17-20  ( kvöldmatur innifalinn)

Laugardagurinn 2. febrúar  frá kl 10 – 16 ( hádegismatur innifalinn)

Sunnudagurinn 3. febrúar frá kl 10-14 ( hádegismatur innifalinn

Innifalð er:

Verkefnamappa

Matarprógramm

Uppskriftir

Litla AA bókin

Vikulegur stuðningshópur 1 sinni í viku 2klst í senn, í 12 vikur, sem matarfíknarráðgjafi stýrir

Daglegur stuðningur við matarprógramm

Fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora bataleiðum

Tvö einstaklingsviðtöl

Verð: 113.000 kr

Esther Helga og dáleiðsla

Esther Helga hefur nýlega bætt við sig námi í dáleiðslumeðferð frá Dáleiðsluskóla Íslands bæði hjá John Sellar í undirstöðunámi í dáleiðslu og framhaldsnámi hjá Roy Hunter í svokölluðum „parta“ og „regression“ meðferðum.

Í desember og janúar býð hún upp á samtals- og dáleiðsluviðtöl á kr. 6.000 per klst.  Fyrsta viðtal gæti þurft að vera 90 mín.

  • Eftir fyrsta tímann gerir einstaklingur sér betur grein fyrir hvort þessi vinna á við hann/hana og hægt er að huga að framhaldinu.
  • Fyrir þá sem vilja vinna með matarfíkn, átraskanir og þyngdarvanda, mæli ég með þremur til sex meðferðaskiptum.
  • Meðferðadáleiðsla hefst ávallt með slökunartrans og sjálfstyrkingu, síðan er tekist á við þau önnur verkefni sem viðkomandi vill vinna með.
  • Þetta getur verið kvíði, svefnvandi, óunnið sorgarferli og áföll, þráhyggjur eða fóbíur, fíknir í t.d. mat og nikótín, eyrnasuð svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á esther@matarfikn.is  eða hringt í síma  568 3868 og 699 2676 fyrir meiri upplýsingar og tímapantanir